Fréttir

Reglur um fangaflutninga og þau sjónarmið sem að baki þeim liggja - 12.12.2006

Vitað er að flutningur fanga er stór áhættuþáttur varðandi strok. Slík strok hafa þó ekki verið tíð hér á landi en segja má að á síðastliðnum 14 árum hafi aðeins verið um þrjú strok að ræða við fangaflutninga frá Litla-Hrauni. Þetta verður að teljast lág tala þegar haft er í huga að um 1000 fangaflutningar eru frá fangelsinu á ári. Lesa meira

Norræn vefsíða um menntun fanga - 6.12.2006

Norrænt tengslanet um nám í fangelsum var sett á laggirnar 1. janúar 2006 en í því taka þátt aðilar frá fangelsis- og menntamálayfirvöldum Norðurlandanna. Lesa meira

Morgunverðarfundur um málefni fanga verður haldinn 17. nóvember 2006 kl. 08:00 - 10:00 - 13.11.2006

Morgunverðarfundur verður haldinn á Grand Hóteli, Reykjavík, 17. nóvember næstkomandi kl. 08-10. Fundarefnið er: Aðstandendur og börn fanga.

Lesa meira

Skráðum kvörtunum vegna fangelsismála fækkaði um helming á árinu 2005 - 13.11.2006

Samkvæmt nýútkominni skýrslu umboðsmanns Alþingis voru skráðar kvartanir á árinu 2005 vegna fangelsismála alls 10 en voru 20 árið 2004.

Lesa meira

Laganemar í Háskóla Íslands heimsóttu Fangelsismálastofnun og Fangelsið Litla-Hraun. - 1.11.2006

Fangelsismálastofnun tók á móti laganemum á 3. ári í Háskóla Íslands í október síðastliðnum. Forstjóri stofnunarinnar kynnti þeim hvert hlutverk stofnunarinnar væri, stefnu hennar og markmið.

Lesa meira

Dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, skipar nefnd vegna framtíðarskipulags Fangelsisins Litla-Hrauni - 30.10.2006

Dómsmálaráðherra hefur skipað nefnd sem hefur það hlutverk að leggja fram tillögur að markvissri stefnu varðandi framtíðarrekstur Fangelsisins Litla-Hrauni. Lesa meira

Kynning á meðferðar- og vistunaráætlun fyrir fanga - 1.10.2006

Haldinn var blaðamannafundur í Hegningarhúsinu að Skólavörðustíg 9, Reykjavík, þann 27. september 2006 til að kynna meðferðar- og vistunaráætlun fyrir fanga og enn fremur til að gefa fjölmiðlum kost á að skoða Hegningarhúsið og sjá hvernig lífið þar gengur fyrir sig.

Lesa meira

Fangelsið Litla-Hrauni fær fíkniefnaleitarhund - 1.9.2006

Þorsteinn Hraundal, lögreglumaður og umsjónarmaður fíkniefnaleitarhunds, mun innan skamms láta Fangelsismálastofnun í té hund til fíkniefnaleitar. Dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, hefur ákveðið að veita fjármagn til að ráða starfsmann til að þjálfa hundinn og enn fremur til kaupa á bifreið en hundurinn mun verða notaður til fíkniefnaleitar í öllum fangelsum ríkisins.

Lesa meira

Fundur norrænna fangelsismálastjóra var haldinn á Egilsstöðum dagana 15. - 18. ágúst sl. - 22.8.2006

Á fundinum var farið yfir stöðu mála í hverju landi fyrir sig og skipst á skoðunum. Forstjóri Fangelsismálastofnunar fjallaði um stöðu fangelsa í samfélaginu, sjá ræðu forstjóra. Enn fremur var fjallað um ýmis málefni, s.s. konur í fangelsum, samnorrænt verkefni um endurkomur, notkun internets í fangelsum, líðan í fangelsum o.fl.

Lesa meira

Fundur fangelsismálastjóra á Norðurlöndum verður haldinn 15.–18. ágúst nk. á Íslandi - 10.8.2006

Fundur forstjóra fangelsismálastofnana á Norðurlöndum verður haldinn á Hótel Héraði, Egilsstöðum, dagana 15. – 18. ágúst nk.

Lesa meira

Heiðruð fyrir starf meðal fanga á Íslandi - 15.7.2006

Lára Vigfúsdóttir og Jóhann F. Guðmundsson heiðruðFyrir skömmu voru hér á landi fulltrúar frá Prison Fellowship, alþjóðlegum samtökum sjálfboðaliða sem heimsækja fanga og boða þeim kristna trú. Fulltrúarnir, Angus Creighton og Ingvald Viken, voru hingað komnir til að veita Jóhanni F. Guðmundssyni og konu hans, Láru Vigfúsdóttur, viðurkenningu frá Prison Fellowship fyrir 25 ára boðunarstarf meðal fanga.

Lesa meira

Tímamót, nýtt tölublað um málefni fanga - 15.7.2006

Nýlega kom út nýtt tölublað um málefni fanga. Tímaritið, sem fangar á Litla-Hrauni gefa út, bar áður nafnið Hraunbúinn en hefur nú fengið nafnið Tímamót.

Lesa meira

Karlakór Litla-Hrauns söng við messu í Selfosskirkju í dag kl. 11 - 12.6.2006

Karlakór fanga í Fangelsinu Litla-Hrauni var komið á fót á árinu 2004. Stjórnandi kórsins er séra Gunnar Björnsson, prestur. Lesa meira

Helgihald í fangelsum um hvítasunnu - 4.6.2006

Helgihald í fangelsum landsins á vegum fangaprests þjóðkirkjunnar er með eftirfarandi hætti á hvítasunnudag:

Lesa meira

Norræn ráðstefna um menntun í fangelsum haldin á Selfossi 18. – 21. maí 2006 - 19.5.2006

Tólfta norræna ráðstefnan um menntun í fangelsum er nú haldin í fyrsta sinn hér á landi og ber hún yfirskriftina ”Fengslende kultur”. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra setti ráðstefnuna í gær. Sjá setningarræðu ráðherra.

Lesa meira

Menntamálaráðherra skipar nefnd til þess að fjalla um og vinna að stefnumótun í menntunarmálum fanga á Íslandi - 18.5.2006

Með bréfi forstjóra Fangelsismálastofnunar, dags. 9. nóvember 2005, til menntamálaráðherra, var þess óskað að settur yrði á laggirnar starfshópur sérfróðra aðila sem vinna skyldi að stefnumótun í menntunarmálum fanga hér á landi.  Sjá nánar.

Lesa meira

Heimsókn fjölmiðla í Fangelsið Litla-Hrauni 10. maí 2006. - 10.5.2006

Fjölmiðlum var gefinn kostur á að heimsækja Fangelsið Litla-Hraun í dag milli kl. 15:00 og 17:00 til að kynnast fangelsinu af eigin raun, sjá hvernig lífið þar gengur fyrir sig og ræða við stjórnendur og talsmenn fanga.

Lesa meira

Liðsmenn Hróksins heimsóttu Litla-Hraun á föstudaginn langa - 17.4.2006

Páskamót Frelsingjans sem fram fór á Litla-Hrauni tókst vel. Meðal gesta á vegum Hróksins voru góðir gestir og má þar nefna Björgvin G. Sigurðsson, þingmann Samfylkingarinnar. Lesa meira

Páskamót Frelsingjans á Litla-Hrauni - 14.4.2006

Páskamót Frelsingjans, skákfélags á Litla-Hrauni fer fram á föstudaginn langa.

Lesa meira