Fréttir

Heiðruð fyrir starf meðal fanga á Íslandi

15.7.2006

Lára Vigfúsdóttir og Jóhann F. Guðmundsson heiðruðFyrir skömmu voru hér á landi fulltrúar frá Prison Fellowship, alþjóðlegum samtökum sjálfboðaliða sem heimsækja fanga og boða þeim kristna trú. Fulltrúarnir, Angus Creighton og Ingvald Viken, voru hingað komnir til að veita Jóhanni F. Guðmundssyni og konu hans, Láru Vigfúsdóttur, viðurkenningu frá Prison Fellowship fyrir 25 ára boðunarstarf meðal fanga.

Fulltrúi FMS, Erlendur S. Baldursson, færir Láru og Jóhanni þakkir FMS fyrir gott og fórnfúst starfAf þessu tilefni var hjónunum afhent viðurkenningarskjal við hátíðlega athöfn á Hótel Holti laugardaginn 1. júlí sl. Fulltrúi Fangelsismálastofnunar, Erlendur S. Baldursson, flutti þeim jafnframt, við sama tækifæri, þakkir stofnunarinnar fyrir gott og fórnfúst starf.

Angus Creighton, frá Skotlandi og Ingvald Viken, frá Noregi, starfa báðir með Prison Fellowship í heimalöndum sínum. Þeir heimsóttu Fangelsið Kvíabryggju í fylgd fangaprests og sömuleiðis Hegningarhúsið og Fangelsið Kópavogsbraut 17. Þá heimsóttu þeir Fangelsismálastofnun og Biskupsstofu. Boðunarstund með Jóhanni og Láru var haldin í Kópavogsfangelsinu.

Starfsfólk fangelsiskerfisins færir Jóhanni og Láru innilegar hamingjuóskir á þessum tímamótum.



Senda grein