Fréttir

Dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, skipar nefnd vegna framtíðarskipulags Fangelsisins Litla-Hrauni

30.10.2006

Dómsmálaráðherra hefur skipað nefnd sem hefur það hlutverk að leggja fram tillögur að markvissri stefnu varðandi framtíðarrekstur Fangelsisins Litla-Hrauni.

Með bréfi forstjóra Fangelsismálastofnunar, dags. 25. september 2006, til dómsmálaráðherra, var lagt til að skipuð yrði nefnd til að vinna að mótun stefnu varðandi framtíðarrekstur Fangelsisins Litla-Hrauni. Sjá nánar. Að móttekinni þessari tillögu ákvað dómsmálaráðherra að skipa fimm manna nefnd sem hefði það hlutverk að móta slíka stefnu. Meðal þeirra atriða sem nefndinni er sérstaklega ætlað að skoða eru öryggismál fangelsisins í heild, öryggi og starfsaðstaða kvenfanga, vinna fanga, hlutverk fangavarða miðað við að teknar yrðu upp þrískiptar vaktir og leiðir til að sporna gegn fíkniefnaneyslu í fangelsinu.

Í nefndinni eiga sæti:

Margrét Frímannsdóttir, alþingismaður, sem jafnframt er formaður nefndarinnar

Anna Sigríður Arnardóttir, lögfræðingur, dóms- og kirkjumálaráðuneyti

Kristján Stefánsson, forstöðumaður Fangelsisins Litla-Hrauni

Margrét Sæmundsdóttir, deildarsérfræðingur, Fangelsismálastofnun

Sigurjón Birgisson, formaður Fangavarðafélags Íslands



Senda grein