Fundur fangelsismálastjóra á Norðurlöndum verður haldinn 15.–18. ágúst nk. á Íslandi
Fundur forstjóra fangelsismálastofnana á Norðurlöndum verður haldinn á Hótel Héraði, Egilsstöðum, dagana 15. – 18. ágúst nk.
Forstjórarnir eru: Valtýr Sigurðsson frá Íslandi, William Rentzmann frá Danmörku, Esa Westerbacka frá Finnlandi, Kristin Bölgen Bronebakk frá Noregi og Lars Nylén frá Svíþjóð. Farið verður yfir stöðu fangelsismála í hverju landi fyrir sig.
Á dagskrá fundarins verða m.a. eftirtalin málefni: Staða fangelsa í samfélaginu, konur í fangelsum, fangelsismenning og endurkomur í fangelsi.