Fréttir

Fangi á Litla-Hrauni útskrifast úr Fjölbrautaskóla Suðurlands - 29.5.2008

Föstudaginn 23. maí síðastliðinn brautskráði Fjölbrautaskóli Suðurlands 117 nemendur, þar af 50 stúdenta. Meðal nýstúdenta var Þór Sigurðsson, fangi á Litla-Hrauni, sem útskrifaðist af félagsfræðibraut. Þór flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema. Með leyfi hans er ávarpið birt hér.

Meðferðargangurinn á Litla-Hrauni er til umfjöllunar í 5. tbl. vefrits dóms- og kirkjumálaráðuneytisins - 28.5.2008

Í maí-hefti vefrits dóms- og kirkjumálaráðuneytisins er fjallað um starfsemi meðferðargangs á Litla-Hrauni en þar fá þeir fangar sem áhuga hafa á að vinna sig út úr vítahring andfélagslegs hugarfars, afbrotahegðunar og vímuefnamisnotkunar hjálp til þess.
Lesa meira

Fangavörður og fíkniefnaleitarhundur útskrifast af grunnnámskeiði sem haldið var fyrir fíkniefnaleitarhunda og þjálfara þeirra í Lögregluskóla ríkisins - 19.5.2008

Föstudaginn sl. útskrifaðist Elín Ósk Þórisdóttir, fangavörður og hundaþjálfari, af grunnnámskeiði fíkniefnaleitarhunda og þjálfara þeirra með góða einkunn. Hundurinn Amiga bætist því í hóp vel þjálfaðra fíkniefnaleitarhunda í landinu. Lesa meira

Útskrift úr grunnnámi Fangavarðaskólans 2008 - 15.5.2008

Nemendur Fangavarðaskólans luku prófum 7. maí síðastliðinn og voru útskrifaðir úr grunnnámi eða fyrri önn skólans föstudaginn 9. maí síðastliðinn. Skólinn var starfræktur á grundvelli reglugerðar um menntun fangavarða nr. 347/2007.

Lesa meira

Dómsmálaráðherra Litháens, Petras Baguska, heimsótti Fangelsismálastofnun og Fangelsið Litla-Hrauni þegar hann dvaldi hér á landi í boði Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra - 9.5.2008

Petras Baguska, dómsmálaráðherra Litháens, átti í gær fund með Birni Bjarnasyni, dómsmálaráðherra, Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra, og Páli E. Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar. Á fundinum var meðal annars rætt um aukna samvinnu á sviði fangelsismála en unnið er að flutningi Litháa, sem dæmdir hafa verið hér á landi til fangavistar, til afplánunar í heimalandi sínu.

Lesa meira

Samvinna dóms- og kirkjumálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis um starfrækslu meðferðargangs á Litla-Hrauni - 7.5.2008

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, staðfestu í dag að ráðuneytin munu hafa með sér samstarf um að fjármagna rekstur svokallaðs meðferðargangs í Fangelsinu Litla-Hrauni. Lesa meira

Matreiðslunámskeið á Litla-Hrauni - 5.5.2008

Ulfar_meistarakokkur_kennir_a_LHÚlfar Finnbjörnsson meistarakokkur hélt matreiðslunámskeið fyrir fanga á meðferðarganginum á Litla-Hrauni í síðustu viku. Farið var yfir helstu atriði varðandi meðferð, geymslu og matreiðslu nokkurra fisktegunda að ósk þeirra sem þar dvelja. Þá fór Úlfar yfir helstu atriði varðandi ræktun kryddplantna. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Gestgjafann.

Lesa meira