
Nemendur Fangavarðaskólans luku prófum 7. maí síðastliðinn og voru útskrifaðir úr grunnnámi eða fyrri önn skólans föstudaginn 9. maí síðastliðinn. Skólinn var starfræktur á grundvelli reglugerðar um menntun fangavarða nr. 347/2007.
Lesa meiraPetras Baguska, dómsmálaráðherra Litháens, átti í gær fund með Birni Bjarnasyni, dómsmálaráðherra, Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra, og Páli E. Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar. Á fundinum var meðal annars rætt um aukna samvinnu á sviði fangelsismála en unnið er að flutningi Litháa, sem dæmdir hafa verið hér á landi til fangavistar, til afplánunar í heimalandi sínu.
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, staðfestu í dag að ráðuneytin munu hafa með sér samstarf um að fjármagna rekstur svokallaðs meðferðargangs í Fangelsinu Litla-Hrauni. Lesa meira
Úlfar Finnbjörnsson meistarakokkur hélt matreiðslunámskeið fyrir fanga á meðferðarganginum á Litla-Hrauni í síðustu viku. Farið var yfir helstu atriði varðandi meðferð, geymslu og matreiðslu nokkurra fisktegunda að ósk þeirra sem þar dvelja. Þá fór Úlfar yfir helstu atriði varðandi ræktun kryddplantna. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Gestgjafann.