Rafrænt eftirlit:

Samkvæmt 32. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 15/2016 getur Fangelsismálastofnun, ef dæmd fangelsisrefsing er 12 mánaða óskilorðsbundið fangelsi, leyft fanga að ljúka afplánun utan fangelsis enda hafi hann á sér búnað svo að unnt sé að fylgjast með ferðum hans. Þegar dæmd refsing er 12 mánaða óskilorðsbundið fangelsi er afplánun undir rafrænu eftirliti nú 60 dagar (var áður 30 dagar). Afplánun undir rafrænu eftirliti lengist um 5 daga (var áður 2,5 daga) fyrir hvern dæmdan mánuð og getur orðið 360 dagar (áður 240 dagar) hið mesta.

Skilyrði þess að rafrænt eftirlit komi til álita eru:

  1. Að fangi teljist hæfur til að sæta rafrænu eftirliti.
  2. Að fangi hafi fastan dvalarstað sem samþykktur hefur verið af Fangelsismálastofnun.
  3. Að maki fanga, forsjáraðili, nánasti aðstandandi eða húsráðandi samþykki að hann sé undir rafrænu eftirliti á sameiginlegum dvalarstað þeirra.
  4. Að fangi stundi vinnu eða nám, sé í starfsþjálfun eða meðferð eða sinni öðrum verkefnum sem Fangelsismálastofnun hefur samþykkt og eru liður í aðlögun hans að samfélaginu á ný.
  5. Að fangi hafi áður nýtt sér úrræði skv. 1. mgr. 31. gr. með fullnægjandi hætti eða verið metinn hæfur til að nýta úrræði skv. 1. mgr. 31. gr. en ekki getað það af ástæðum sem eru ekki af hans völdum. Fangi sem hefur af þessum ástæðum ekki getað nýtt sér úrræðið skal hafa verið agabrotalaus þann tíma sem hann hefði ella nýtt það.
  6. Að fangi hafi ekki rofið skilyrði rafræns eftirlits á síðastliðnum þremur árum.
  7. Að fangi eigi að jafnaði ekki mál til meðferðar hjá lögreglu, ákæruvaldi eða dómstólum þar sem hann er grunaður um refsiverðan verknað, enda sé málið rekið með eðlilegum hætti og dráttur því ekki af völdum fangans.

Rafrænt eftirlit skal bundið eftirfarandi skilyrðum: 

  1. Að fangi sé undantekningarlaust á dvalarstað sínum frá kl. 23 til kl. 7 mánudaga til föstudaga og frá kl. 21 til kl. 7 laugardaga og sunnudaga. Jafnframt skal fangi vera á dvalarstað sínum ef hann sækir ekki vinnu, nám, starfsþjálfun, meðferð eða önnur verkefni sem Fangelsismálastofnun hefur samþykkt á virkum degi vegna veikinda eða af öðrum ástæðum nema að höfðu samráði við Fangelsismálastofnun.
  2. Að fangi neyti ekki áfengis eða ávana- og fíkniefna.
  3. Að á fanga falli ekki grunur um refsiverðan verknað.

Auk þess má ákveða að rafrænt eftirlit verði bundið eftirfarandi skilyrðum:

  1. Að fangi hlíti fyrirmælum Fangelsismálastofnunar um umgengni við aðra menn og iðkun tómstundastarfa.
  2. Að fangi sæti sérstakri meðferð sem Fangelsismálastofnun ákveður.

Heimilt er að krefjast þess að fangi undirgangist rannsókn á öndunarsýni eða blóð- og þvagrannsókn. Synjun fanga á slíkri rannsókn gildir sem rof á skilyrðum rafræns eftirlits.

Áður en fullnusta á fangelsisrefsingu með rafrænu eftirliti hefst skal kynna fanga ítarlega þær reglur sem gilda um rafrænt eftirlit og staðfesting hans fengin á því að hann vilji hlíta þeim.

Rof á skilyrðum fullnustu utan fangelsis

Þegar fangi stundar ekki vinnu, nám, starfsþjálfun eða meðferð sem var forsenda fullnustu utan fangelsis, eða strjúki hann frá stofnun eða heimili, brjóti reglur þess eða rjúfi skilyrði fyrir fullnustu, getur Fangelsismálastofnun ákveðið að hann verði fluttur aftur í afplánun í fangelsi. Sama gildir telji stofnun eða heimili brostnar forsendur fyrir áframhaldandi dvöl fanga þar.

Uppfylli fangi ekki lengur skilyrði skv. 33. gr. eða rýfur skilyrði skv. 34. gr. ákveður Fangelsismálastofnun þá hvort skilyrðum rafræns eftirlits skuli breytt og hvort heimild til afplánunar undir rafrænu eftirliti verði afturkölluð og refsing afplánuð í fangelsi.

Gefa skal fanga kost á að tjá sig áður en ákveðið er að flytja hann í fangelsi á ný nema brotið sé þess eðlis að flutningur þoli enga bið.
 

Fjöldi fanga sem hefja afplánun undir rafrænu eftirliti:


  2012 2013  2014 

2015


2016 

Til 11/9 2017 
Fjöldi fanga sem hefja afplánun
undir rafrænu eftirliti 

 32

 26

 45

36

35

 24

             
 Þar af fjöldi rofa

 1

 2

 2

2

 0




Meðaltalsfjöldi dómþola sem eru undir rafrænu eftirliti pr. dag:

 

 

2012

(frá byrjun 21/2) 

2013 

2014

 

2015

 

2016

Til 11/9 2017 

Meðaltalsfjöldi dómþola

undir rafrænu eftirliti

 

5,4

 

5,9

 

8,2

 

7,7

 

7,0

 

17,0


Senda grein