
Evrópusambandið samþykkti nýlega skýrslu sem gerð var um meðhöndlun geðsjúkra fanga í 24 Evrópulöndum. „Mentally Disordered Persons in European Prison Systems – Needs, Programmes and Outcome (EUPRIS)“ Skýrslan varpar ljósi á málefni geðsjúkra fanga í þátttökulöndunum. Kafli um Ísland er á bls. 172 – 184. Sjá skýrslu.
Hinn 1. febrúar síðastliðinn hélt Diddú tónleika á Litla-Hrauni við góðar undirtektir fanga. Undirleikari var Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari.
Milli 20 og 30 fangar sóttu tónleikana.