Páskamót Frelsingjans á Litla-Hrauni
Páskamót Frelsingjans, skákfélags á Litla-Hrauni fer fram á föstudaginn langa.
Meðal þátttakenda verða nokkrir góðir gestir, þar á meðal eru Björgvin G. Sigurðsson alþingismaður og þingmaður Samfylkingarinnar, Róbert Harðarson varaforseti Hróksins og Hrafn Jökulsson liðsmaður Hróksins, og verða allir þátttakendur leystir út með páskaeggi. Verðlaunapeningar og bikar eru í boði Árna Höskuldssonar gullsmiðs á Bergstaðarstræti 4.