Fréttir

Útskrift úr Fangavarðaskólanum 2010 - 28.4.2010

Útskrift Fangavarðaskólans fór fram 16. apríl síðastliðinn. Níu nemendur sóttu skólann að þessu sinni og stóðu sig með prýði. Kennslan fór sem fyrr fram í húsnæði Lögregluskólans að Krókhálsi 5b, Reykjavík. Alls komu 16 kennarar og leiðbeinendur að kennslunni og er þeim og öðrum sem lögðu hönd á plóg þakkað samstarfið. Útskriftarnemar 2010 ásamt Guðmundi Gíslasyni skólastjóra og Páli E. Winkel forstjóra

Lesa meira

Dómsmála- og mannréttindaráðherra í heimsókn á Litla-Hrauni og Bitru - 12.4.2010

Síðastliðinn föstudag heimsótti Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra Fangelsið Litla-Hraun og Fangelsið Bitru. Með henni í för voru Ása Ólafsdóttir, aðstoðarmaður hennar og Jón Magnússon, skrifstofustjóri í ráðuneytinu.

Dómsmálaráðherra ávarpar starfsmannafund á Litla Hrauni

 

Ragna fór yfir ýmis mál með forstjóra Fangelsismála-stofnunar, Páli E. Winkel og forstöðumanni fangelsisins, Margréti Frímannsdóttur, svo sem heilbrigðismál fanga, vinnumál og fleiri mál. Þá ávarpaði ráðherra starfsmenn á  fundi sem haldinn var á Litla-Hrauni þar sem fangelsismál voru til umræðu.

 

 

 

 

 Páll E. Winkel, forstjóri FMS, Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Litla Hrauni og Einar Valur Oddsson, varðstjóri Bitru

 

Ennfremur heimsótti ráðherra og fylgdarlið Fangelsið Bitru sem tekið verður í notkun á næstu dögum. 

Einar Valur Oddsson, sem falið hefur verið að vera varðstjóri yfir fangelsinu, tók á móti heimsóknar-gestum.

Skipulag og úrræði í fangelsismálum - 7.4.2010

Út er komin skýrsla Ríkisendurskoðunar um skipulag og úrræði í fangelsismálum. Sjá nánar.