Ánægjuleg skýrsla
"Nú í næstum tvo mánuði hefur andrúmsloftið hér í Hegningarhúsinu verið með eindæmum gott. Hér ríkir góður andi, menn eru jákvæðir og allflestir eru að vinna eitthvað í sínum málum.
Fangaverðir hafa ekki orðið varir við neyslu og er það afar sjaldgæft í þetta langan tíma. Fangarnir hafa stofnað með sér félag sem þeir kalla AA samtök vistmanna Skólavörðustíg 9 og halda hér sjálfir AA fundi hvern einasta dag til viðbótar við þá reglulegu fundi sem hefur staðið þeim til boða. Þéttsetið er á öllum fundum og voru t.d. 7 á fundi í kvöld og rúmar heimsóknarherbergi okkar varla fleiri.
Góð samstaða hefur verið meðal fanganna, útivistirnar nýttar til hins ýtrasta, fótbolti spilaður tvisvar á dag og nánast allir farið út. Fangelsið hefur ekki verið svona gott síðan undirritaður hóf hér störf og undir það taka aðrir með mun lengri starfsaldur en ég.
Þetta góða ástand sem hér ríkir er mikið að þakka fanganum ....... sem hefur haft mjög svo jákvæð og góð áhrif á húsið."