
Fyrir skömmu voru hér á landi fulltrúar frá Prison Fellowship, alþjóðlegum samtökum sjálfboðaliða sem heimsækja fanga og boða þeim kristna trú. Fulltrúarnir, Angus Creighton og Ingvald Viken, voru hingað komnir til að veita Jóhanni F. Guðmundssyni og konu hans, Láru Vigfúsdóttur, viðurkenningu frá Prison Fellowship fyrir 25 ára boðunarstarf meðal fanga.
Nýlega kom út nýtt tölublað um málefni fanga. Tímaritið, sem fangar á Litla-Hrauni gefa út, bar áður nafnið Hraunbúinn en hefur nú fengið nafnið Tímamót.
Lesa meira