Fréttir

Boðið upp á kjötsúpu í haustblíðunni - 23.10.2010

Guðmundur Einarsson varðstjóri skoðar í pottinn hjá Úlfari Eysteinssyni matreiðslumeistara Stóri kjötsúpudagurinn er í dag á Skólavörðustígnum og að venju er föngum og fangavörðum í Hegningarhúsinu boðið upp á kjötsúpu.

Kjötsúpudagurinn hefur fest sig í sessi og er nú haldinn í 8. sinn. Á myndinni sést Guðmundur Einarsson varðstjóri í Hegningarhúsinu skoða ofan í kjötsúpupottinn hjá Úlfari Eysteinssyni matreiðslumeistara. Sjá nánar.

Sveitarstjórn Flóahrepps ásamt atvinnu- og umhverfisnefnd sveitarfélagsins heimsótti Bitru - 22.10.2010

Sveitarstjórnin kom í heimsókn á Bitru á ferð sinni um sveitarfélagið til að kynna sér mismunandi atvinnurekstur 8. október sl.

Lesa meira