
Nýting afplánunarplássa á Litla-Hrauni og í Kópavogsfangelsinu hefur verið 95-100% það sem af er þessu ári. Þá var nýting afplánunarplássa í Fangelsinu Kvíabryggju til 3. október sl. tæplega 99%. Nýting afplánunarplássa í Hegningarhúsinu var rúmlega 93% það sem af er þessu ári og í Fangelsinu Akureyri 86% til 9. maí 2007 er endurbygging þess hófst.
Í ræðu sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra flutti þann 3. október síðastliðinn við opnun endurbætts fangelsis á Kvíabryggju sagði hann meðal annars að markmið fangelsisyfirvalda væri að finna leiðir til þess að fækka þeim sem refsað er með fangelsisrefsingu.
Í samvinnu við SÁÁ hefur verið ráðinn áfengis- og vímuefnaráðgjafi hjá Félagasamtökunum Vernd. Hann mun sinna þeim sem afplána síðustu mánuði refsivistar á Áfangaheimili Verndar.
Hinn 1. desember sl. voru undirritaðar skriflegar reglur um málshraða. Reglurnar eiga að stuðla að því að mál sem Fangelsismálastofnun fær til afgreiðslu eða sendir frá sér sé afgreitt með skilvirkum hætti.
Lesa meiraÍ dag miðvikudaginn 12. desember kl. 17 verður aðventustund í íþróttahúsinu á Litla-Hrauni í umsjón sr. Hreins S. Hákonarsonar, fangaprests þjóðkirkjunnar. Jónas Þórir Þórisson organisti hefur umsjón með tónlistarflutningi.
Árni Johnsen, alþingismaður, leitaði til nokkurra aðila, félaga og einkaaðila, til að standa að kaupum á nýjum rúmum í öll 12 herbergi Kópavogsfangelsisins.
Lesa meiraÞann 12. nóvember 2007 var opnuð vímuefnalaus deild í Fangelsinu Litla-Hrauni. Tilgangur slíkrar deildar er fyrst og fremst sá að veita einstaklingum, sem vilja vera án vímuefna, tækifæri til að dveljast á deild, þar sem yfirlýstur vilji allra fanga sem þar dveljast, er að nota ekki vímuefni. Jafnframt að þeir fái stuðning og aðhald til að vera vímuefnalausir. Aðhald og stuðningur við þá sem vistast á meðferðardeildinni felst fyrst og fremst í því að veita fræðslu og stuðning varðandi vandamál og skaðsemi fíkniefnaneyslu, erfiðleika sem fylgja slíkri neyslu og síðast en ekki síst fræðsla um það hvernig á að lifa lífinu án vímuefna. Eins verður þátttakendum gefið tækifæri til að takast á við hagnýt verkefni svo sem að elda, þrífa, þvo þvotta, halda heimilisbókhald og fleira í þeim dúr.