
Í dag klukkan 13.00 undirrituðu SKSigló og Fangelsið Litla-Hraun samstarfssamning til 6 mánaða þar sem unnið verður að skönnun Ljósmyndasafns Siglufjarðar sem er í eigu SKSigló og spannar um 400 þúsund ljósmyndir sem munu birtast á vef sigló.is www.siglo.is/myndasafn.
Kennsla var efld til muna á haustönn í kjölfar yfirlýsingar menntamálaráðherra snemma á árinu um að ríkisstjórnin væri búin að tryggja aukið fjármagn til menntamála í fangelsum landsins. Má þar nefna ráðningu náms- og starfsráðgjafa í 100% starf og aukna viðveru kennslustjórans á Litla-Hrauni á staðnum auk þess sem farið var af stað með grunndeild rafiðna á Litla-Hrauni.
Lesa meira