Fréttir

Fangaverðir draga uppsagnir sínar til baka - 19.5.2007

Í kjölfar undirritunar nýs stofnanasamnings milli Fangelsismálastofnunar og SFR fyrir hönd fangavarða ákváðu fangaverðir sem sögðu upp störfum frá 31. janúar sl. að draga uppsagnir sínar til baka. Lesa meira

Nýr stofnanasamningur milli Fangelsismálastofnunar og SFR f.h. fangavarða undirritaður 11. maí 2007 - 15.5.2007

Hinn 11. maí 2007 var undirritaður nýr stofnanasamningur milli Fangelsismálastofnunar og SFR um forsendur og reglur um röðun starfaflokka fangavarða. Fangaverðir hækka samkvæmt samningnum um 4 launaflokka frá 1. maí 2007 og um 2 launaflokka til viðbótar 1. desember nk.

Lesa meira

Útskrift úr grunnnámi Fangavarðaskóla ríkisins - 15.5.2007

Nemendur Fangavarðaskóla ríkisins voru útskrifaðir 11. maí sl. úr grunnnámi eða fyrri áfanga skólans. Skólinn var starfræktur á grundvelli nýrrar reglugerðar um menntun fangavarða nr. 347/2007.

Lesa meira

Út er komin rannsóknarskýrsla um menntun íslenskra fanga - 15.5.2007

Könnun þessi var gerð að tilhlutan menntamálaráðuneytis og dóms- og kirkjumálaráðuneytis í samvinnu við Fangelsismálastofnun ríkisins. Könnunin er liður í samnorrænni könnun og voru sömu spurningar lagðar fyrir fanga á öllum Norðurlöndunum. Lesa meira

Framkvæmdum flýtt við Fangelsið á Akureyri. - 11.5.2007

Unnið er af krafti að uppbyggingu fangelsanna í samræmi við stefnumótun dóms- og kirkjumálaráðuneytis og Fangelsismálastofnunar.

Lesa meira

Glærur frá ráðstefnu um málefni fanga sem haldin var 4. maí 2007. - 9.5.2007

Ráðstefna um málefni fanga var haldin í Hótel Örk, Hveragerði, föstudaginn 4. maí síðastliðinn. Yfirskrift ráðstefnunnar var: Nýjar leiðir við afplánun - Önnur úrræði en fangelsi. Ráðstefnuna sóttu um 100 manns og er ánægjulegt að sjá hve margir hafa áhuga á málefnum fanga.

Lesa meira