
Hinn 11. maí 2007 var undirritaður nýr stofnanasamningur milli Fangelsismálastofnunar og SFR um forsendur og reglur um röðun starfaflokka fangavarða. Fangaverðir hækka samkvæmt samningnum um 4 launaflokka frá 1. maí 2007 og um 2 launaflokka til viðbótar 1. desember nk.
Nemendur Fangavarðaskóla ríkisins voru útskrifaðir 11. maí sl. úr grunnnámi eða fyrri áfanga skólans. Skólinn var starfræktur á grundvelli nýrrar reglugerðar um menntun fangavarða nr. 347/2007.
Lesa meiraUnnið er af krafti að uppbyggingu fangelsanna í samræmi við stefnumótun dóms- og kirkjumálaráðuneytis og Fangelsismálastofnunar.