Soroptimistafélag Kópavogs færðu Fangelsinu Kópavogsbraut 17 peningagjöf
Þann 26. október sl. komu góðir gestir í Fangelsið Kópavogsbraut 17, Erla Alexandersdóttir, formaður Soroptimistafélags Kópavogs, ásamt tveimur öðrum fulltrúum félagsins, og afhentu Guðmundi Gíslasyni, forstöðumanni, peningagjöf frá félaginu til fanga í fangelsinu, að fjárhæð kr. 100.000, sem styrk til námskeiðahalda í fangelsinu. Eru þeim hér með færðar alúðarþakkir fyrir.
Soroptimistar eru alþjóðasamtök fyrir konur sem vilja stuðla að heimsmynd þar sem konur og stúlkur ná í sameiningu fram því besta sem völ er á, bæði sem einstaklingar og sem hópur, og þar sem þær geta látið drauma sína rætast og til jafns við aðra skapað sterk og friðsöm samfélög um allan heim. Soroptimistar hvetja til aðgerða og skapa tækifæri til að breyta lífi kvenna og stúlkna með fjölþjóðlegu samstarfi. Soroptimistar hvetja til jafnræðis og jafnréttis; skapa öruggt og heilsusamlegt umhverfi; auka aðgengi að menntun; efla leiðtogahæfni og hagnýta þekkingu til sjálfbærrar framtíðar. Sjá nánar.