Fréttir

Meðferðar- og vistunaráætlun - 6.2.2006

Í október 2004 setti Fangelsismálastofnun fram markmið stofnunarinnar í fangelsismálum þar sem m.a. kemur fram að mikilvægt sé að að föngum verði tryggð örugg og vel skipulögð afplánun. Í því sambandi þyrfti að setja fram einstaklingsmiðaða áætlun um framvindu afplánunarferils sérhvers fanga sem fæli í sér þætti eins og áhættumat, meðferðarþörf, mat á getu til náms og/eða vinnu, sálfræðilegan, félagslegan og annan stuðning. Eftir þessari áætlun yrði síðan unnið með viðkomandi fanga á afplánunartímanum af menntuðu og þjálfuðu starfsfólki og áætlunin endurskoðuð reglulega.

Lesa meira

Fangelsið Kvíabryggja - 6.2.2006

Í fjárlögum þessa árs var samþykkt fjárveiting til umtalsverðra breytinga á Fangelsinu Kvíabryggju. Þær fela m.a. í sér fjölgun fangaplássa úr 14 í 20 auk þess sem unnt verður eftir breytingar að vista þar bæði kynin. Þá verður sett upp aðstaða þar til að stunda fjarnám.

Lesa meira