Fréttir

Brosandi býflugur, blóm og froskar framleiddir á Litla-Hrauni - 24.6.2010

Fangar á Litla-Hrauni hafa að undanförnu sagað út og málað hinar ýmsu fígúrur fyrir sýninguna Blóm í bæ sem haldin er í Hveragerði um helgina. Þetta skemmtilega verkefni var listilega vel unnið og mun prýða Hveragerði nú um helgina. Sjá nánar.

 

Fígúrur í framleiðsluBrosandi blómBekkur

Ísland kemur vel út í samanburði um endurkomur afbrotamanna - 10.6.2010

Í almennri umræðu er því oft haldið fram að mikill meirihluti þeirra sem afplána refsingu í fangelsum brjóti af sér á ný og komi fljótlega til afplánunar aftur.

Samkvæmt nýrri norrænni samanburðarrannsókn kemur í fyrsta lagi fram að þessu er ekki þannig farið og í öðru lagi að Ísland kemur mjög vel út í samanburði við aðrar Norðurlandaþjóðir. Þetta er ekki síst athyglisvert í ljósi þess að hlutfallslegur fjöldi fanga hér á landi hefur verið talsvert lægri en á hinum Norðurlöndunum. Á Íslandi eru nú um 50 fangar á hverja 100.000 íbúa en á hinum Norðurlöndunum eru þeir um 70.

Lesa meira