Fréttir

Heimsókn fjölmiðla í Fangelsið Litla-Hrauni 10. maí 2006.

10.5.2006

Fjölmiðlum var gefinn kostur á að heimsækja Fangelsið Litla-Hraun í dag milli kl. 15:00 og 17:00 til að kynnast fangelsinu af eigin raun, sjá hvernig lífið þar gengur fyrir sig og ræða við stjórnendur og talsmenn fanga.

Forstöðumaður Fangelsisins Litla-Hrauni kynnti starfsemi fangelsisins.

Leiðsögn var um helstu byggingar á svæðinu og ein deild fangelsisins heimsótt.

Forstjóri Fangelsismálastofnunar, Valtýr Sigurðsson, forstöðumaður Fangelsisins Litla-Hrauni, Kristján Stefánsson, formaður Fangavarðafélagsins, Ari Thorarensen og talsmaður Trúnaðarráðs fanga, Atli Helgason svöruðu fyrirspurnum blaðamanna.

Þáðu margir boð þetta og sýndu áhuga á starfsemi fangelsisins.

Senda grein