Karlakór Litla-Hrauns söng við messu í Selfosskirkju í dag kl. 11
Karlakór fanga á Litla-Hrauni hefur sungið á aðventusamkomum á Litla-Hrauni. Fyrst kom kórinn fram utan fangelsisins á Hótel Selfossi hinn 19. maí síðastliðinn, en þá var þar haldin ráðstefna um menntun fanga í fangelsum á Norðurlöndum.