
Á nýliðinni haustönn voru 52 fangar innritaðir til náms við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Þar af voru 39 á Litla-Hrauni og 13 á Bitru. Lagðar voru undir 276 námseiningar og skiluðu sér í hús 156 einingar. Hátt í helming þessara eininga tóku nemendur á Bitru þótt þeir væru aðeins ríflega þriðjungur nemenda. Sjá nánar. Þess má geta að 8 fangar stunda nú nám á háskólastigi.
Í fjárlögum fyrir árið 2012 sem afgreidd voru frá Alþingi í gær var ákveðið að verja 190 milljónum króna til hönnunar á nýju gæsluvarðhalds-, móttöku- og kvennafangelsi. Heildarkostnaður við hönnunina er áætlaður 220 milljónir króna og reiknað með að 30 milljóna kr. hluti þeirrar fjárhæðar verði varið til samkeppni arkitekta um hönnun fangelsisins.