Fréttir

Góður námsárangur fanga - 19.12.2011

Á nýliðinni haustönn voru 52 fangar innritaðir til náms við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Þar af voru 39 á Litla-Hrauni og 13 á Bitru. Lagðar voru undir 276 námseiningar og skiluðu sér í hús 156 einingar. Hátt í helming þessara eininga tóku nemendur á Bitru þótt þeir væru aðeins ríflega þriðjungur nemenda. Sjá nánar. Þess má geta að 8 fangar stunda nú nám á háskólastigi.

 

Ákveðið hefur verið að byggja nýtt fangelsi á Hólmsheiði og endurbæta aðstöðu á Litla-Hrauni - 8.12.2011

 

Frumteikningar að nýju fangelsi á HólmsheiðiÍ fjárlögum fyrir árið 2012 sem afgreidd voru frá Alþingi í gær var ákveðið að verja 190 milljónum króna til hönnunar á nýju gæsluvarðhalds-, móttöku- og kvennafangelsi. Heildarkostnaður við hönnunina er áætlaður 220 milljónir króna og reiknað með að 30 milljóna kr. hluti þeirrar fjárhæðar verði varið til samkeppni arkitekta um hönnun fangelsisins.  

Lesa meira

Framkvæmdum við knattspyrnuvöll á Litla-Hrauni nærri lokið - 7.12.2011

Unnið hefur verið að því að koma upp gervigrasvelli á Litla-Hrauni en árum saman hefur verið spiluð knattspyrna þar við fremur bágar aðstæður. Mörg lið hafa heimsótt Litla-Hraun til að keppa í knattspyrnu. Þrátt fyrir að ekki sé búið að ljúka framkvæmdum að fullu hefur völlurinn þegar verið tekinn í notkun. Stefnt er að formlegri vígslu vallarins í maí nk. Margir hafa lagt verkefni þessu lið og er þeim öllum þakkað. Sjá nánar.