Fréttir

Fangelsismálastofnun semur við EKRON um ný úrræði fyrir fanga - 31.10.2008

Fangelsismálastofnun og áfangaheimilið EKRON undirrituðu í dag samkomulag um vistun afplánunarfanga á áfangaheimili EKRON. EKRON er sértæk einstaklingsmiðuð atvinnutengd starfsþjálfun og endurhæfing fyrir einstaklinga með skerta vinnufærni sökum afleiðinga af áfengis- og vímuefnasýki. Hjá EKRON starfa félagsráðgjafar, áfengis- og vímuefnaráðgjafar, fjármálaráðgjafar, iðjuþjálfar, sálfræðingar og félagsfræðingar.

 

Fangelsismalastofnun_semur_vid_EKRON

Lesa meira

Stjórn Verndar í heimsókn á Litla-Hrauni - 31.10.2008

Laugardaginn 25. október fór stjórn fangahjálparinnar Verndar í heimsókn á Litla-Hraun. Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður, tók á móti stjórninni og sagði frá fangelsinu. Þá fór hún með stjórninni um fangelsið, vinnustaði og skólann. Einnig var farið inn á tvær deildir. Stjórnarmenn ræddu við nokkra fanga og áttu síðan formlegan fund með stjórn Afstöðu, félagi fanga.

 

 

Margret_Frimannsdottir_synir_stjorn_Verndar_tvottahusid_a_Litla-HrauniStjorn_Verndar_og_forstodumadur_Litla-Hrauns Lesa meira

Laganemar í heimsókn á Kvíabryggju - 27.10.2008

Nemendur í afbrotafræði II við lagadeild Háskólans í Reykjavík heimsóttu nýverið Fangelsið Kvíabryggju. Kvíabryggja sker sig úr öðrum fangelsum á Íslandi að því leyti að þar eru hvorki rimlar fyrir gluggum og svæðið er ekki öðru vísi girt af en eins og venjulegt sveitabýli. Geirmundur Vilhjálmsson forstöðumaður tók vel á móti nemendum, sýndi þeim vistarverur og aðbúnað fanganna tuttugu sem þarna afplána dóma sína og ræddi vítt og breytt um inntak fangelsisrefsingar og fangasamfélagið. Markmið heimsóknar af þessu tagi er fyrst og fremst að opna augu nemenda fyrir þeim raunveruleika sem blasir við þeim sem dæmdir eru til refsivistar og þær aðstæður sem fangar búa við.

 

Laganemar_HR_i_heimsokn_a_KviabryggjuForstodumadur_Kviabryggju_Geirmundur_Vilhjalmsson_og_Svala_I._Olafsdottir_kennari_vid_Lagadeild_Haskolans_i_Reykjavik

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira

Samningur milli Fangelsismálastofnunar og Háskólans í Reykjavík um starfsnám meistaranema í lögfræði - 20.10.2008

Háskólinn í Reykjavík hefur nýlega gert Pall_E._Winkel_og_Svala_I._Olafsdottirsamning

við sex opinberar stofnanir og embætti, þar á meðal Fangelsismálastofnun, í því skyni að auka framboð á starfsnámi meistaranema í lögfræði.

Lesa meira