
Ákveðið hefur verið að bjóða út byggingu nýs fangelsis á vegum ríkisins síðar í þessum mánuði.
Sjá nánar frétt innanríkisráðuneytisins.
Fíkniefnahundur Litla-Hrauns er nýkominn úr stífri 6 vikna sérþjálfun hjá Steinari Gunnarssyni, yfirhundaþjálfara Ríkislögreglustjóra. Markmið námskeiðsins var að þjálfa lyktarskyn hundsins og efla leitarfærni hans í breytilegu umhverfi. Hundurinn sem ber heitið Vinkill þótti vel undirbúinn, duglegur, áhugasamur og sýndi mikla hæfileika. Elín Ósk Hölludóttir, fangavörður á Litla-Hrauni, er þjálfari hundsins.