Fréttir

Boðið upp á kjötsúpu í haustblíðunni - 23.10.2010

Guðmundur Einarsson varðstjóri skoðar í pottinn hjá Úlfari Eysteinssyni matreiðslumeistara Stóri kjötsúpudagurinn er í dag á Skólavörðustígnum og að venju er föngum og fangavörðum í Hegningarhúsinu boðið upp á kjötsúpu.

Kjötsúpudagurinn hefur fest sig í sessi og er nú haldinn í 8. sinn. Á myndinni sést Guðmundur Einarsson varðstjóri í Hegningarhúsinu skoða ofan í kjötsúpupottinn hjá Úlfari Eysteinssyni matreiðslumeistara. Sjá nánar.

Sveitarstjórn Flóahrepps ásamt atvinnu- og umhverfisnefnd sveitarfélagsins heimsótti Bitru - 22.10.2010

Sveitarstjórnin kom í heimsókn á Bitru á ferð sinni um sveitarfélagið til að kynna sér mismunandi atvinnurekstur 8. október sl.

Lesa meira

Brosandi býflugur, blóm og froskar framleiddir á Litla-Hrauni - 24.6.2010

Fangar á Litla-Hrauni hafa að undanförnu sagað út og málað hinar ýmsu fígúrur fyrir sýninguna Blóm í bæ sem haldin er í Hveragerði um helgina. Þetta skemmtilega verkefni var listilega vel unnið og mun prýða Hveragerði nú um helgina. Sjá nánar.

 

Fígúrur í framleiðsluBrosandi blómBekkur

Ísland kemur vel út í samanburði um endurkomur afbrotamanna - 10.6.2010

Í almennri umræðu er því oft haldið fram að mikill meirihluti þeirra sem afplána refsingu í fangelsum brjóti af sér á ný og komi fljótlega til afplánunar aftur.

Samkvæmt nýrri norrænni samanburðarrannsókn kemur í fyrsta lagi fram að þessu er ekki þannig farið og í öðru lagi að Ísland kemur mjög vel út í samanburði við aðrar Norðurlandaþjóðir. Þetta er ekki síst athyglisvert í ljósi þess að hlutfallslegur fjöldi fanga hér á landi hefur verið talsvert lægri en á hinum Norðurlöndunum. Á Íslandi eru nú um 50 fangar á hverja 100.000 íbúa en á hinum Norðurlöndunum eru þeir um 70.

Lesa meira

Fangelsið Bitra tekið í notkun - 14.5.2010

Fangelsið Bitra var formlega tekið í notkun í dag. Forstöðumaður fangelsisins, Margrét Frímannsdóttir, bauð gesti velkomna og til máls tóku, Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, Þórunn Hafstein, ráðuneytisstjóri dómsmála- og mannréttindaráðuneytis sem opnaði fangelsið formlega í fjarveru Rögnu Árnadóttur, dómsmálaráðherra, Erlendur S. Baldursson, Þráinn Farestveit, Einar Andrésson og sr. Hreinn Hákonarson, fangelsisprestur sem blessaði starfsemi fangelsisins.

Lesa meira

Útskrift úr Fangavarðaskólanum 2010 - 28.4.2010

Útskrift Fangavarðaskólans fór fram 16. apríl síðastliðinn. Níu nemendur sóttu skólann að þessu sinni og stóðu sig með prýði. Kennslan fór sem fyrr fram í húsnæði Lögregluskólans að Krókhálsi 5b, Reykjavík. Alls komu 16 kennarar og leiðbeinendur að kennslunni og er þeim og öðrum sem lögðu hönd á plóg þakkað samstarfið. Útskriftarnemar 2010 ásamt Guðmundi Gíslasyni skólastjóra og Páli E. Winkel forstjóra

Lesa meira

Dómsmála- og mannréttindaráðherra í heimsókn á Litla-Hrauni og Bitru - 12.4.2010

Síðastliðinn föstudag heimsótti Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra Fangelsið Litla-Hraun og Fangelsið Bitru. Með henni í för voru Ása Ólafsdóttir, aðstoðarmaður hennar og Jón Magnússon, skrifstofustjóri í ráðuneytinu.

Dómsmálaráðherra ávarpar starfsmannafund á Litla Hrauni

 

Ragna fór yfir ýmis mál með forstjóra Fangelsismála-stofnunar, Páli E. Winkel og forstöðumanni fangelsisins, Margréti Frímannsdóttur, svo sem heilbrigðismál fanga, vinnumál og fleiri mál. Þá ávarpaði ráðherra starfsmenn á  fundi sem haldinn var á Litla-Hrauni þar sem fangelsismál voru til umræðu.

 

 

 

 

 Páll E. Winkel, forstjóri FMS, Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Litla Hrauni og Einar Valur Oddsson, varðstjóri Bitru

 

Ennfremur heimsótti ráðherra og fylgdarlið Fangelsið Bitru sem tekið verður í notkun á næstu dögum. 

Einar Valur Oddsson, sem falið hefur verið að vera varðstjóri yfir fangelsinu, tók á móti heimsóknar-gestum.

Skipulag og úrræði í fangelsismálum - 7.4.2010

Út er komin skýrsla Ríkisendurskoðunar um skipulag og úrræði í fangelsismálum. Sjá nánar.

Ný refsiúrræði - 19.3.2010

Út er komin skýrsla Quaker Council for European Affairs um athugun á nýjum refsiúrræðum í löndum sem heyra undir Evrópuráðið: Investigating Alternatives to Imprisonment. Sjá nánar.

Bið eftir afplánun getur reynst erfið - 18.3.2010

Lokað vegna útfarar - 10.3.2010

Vegna útfarar Þorsteins Geirssonar ráðuneytisstjóra dóms- og mannréttindaráðuneytis verður skrifstofa Fangelsismálastofnunar lokuð eftir hádegi í dag, 10. mars 2010.

Menntun fanga í fangelsum ríkisins - 8.3.2010

Boðið er upp á ýmsa áfanga og námskeið fyrir fanga í fangelsum ríkisins. Námsráðgjafi var ráðinn í hálft starf 1. mars 2008. Starfið var síðan hækkað í heila stöðu frá 1. ágúst 2008. Vegna erfiðrar fjárhagsstöðu var það aftur lækkað í 50% 2009 en hefur nú verið 75% starfshlutfall frá síðustu áramótum.

Lesa meira

Fangavarðaskólinn hóf starfsemi sína um miðjan janúar - 2.2.2010

Fangavarðaskólinn hóf starfsemi sína 12. janúar 2010. Vegna efnahagsástandsins var ákveðið að skólahald á þessu starfsári yrði með þeim hætti, að um eina samfellda önn yrði að ræða í stað grunnnáms og framhaldsnáms. Lesa meira