Fréttir

Föngum á Litla-Hrauni gefnar bækur - 22.12.2009

Félag íslenskra bókaútgefenda komu nýlega færandi hendi á Litla-Hraun til að gefa föngum bækur til að gera þeim kleift að gefa sínum nánustu bók í jólagjöf. Eru þeim færðar þakkir fyrir.   Við afhendingu bókanna, birt með leyfi

Í aðdraganda jóla - 22.12.2009

Á aðventunni hafa föngum á höfuðborgarsvæðinu verið færðar bókagjafir og nokkrir hafa lagt leið sína í fangelsin með upplestur og söng. Lesa meira

Fíkniefnaleitarhundur Litla-Hrauns var á meðal þeirra bestu á fyrsta Íslandsmótinu í fíkniefnaleit - 15.11.2009

Fyrsta Íslandsmótið í fíkniefnaleit var haldið á Gufuskálum á Snæfellsnesi sl. föstudag. Þátttakendur voru fíkniefnaleitarhundar frá lögreglunni á öllu landinu, Fangelsismálastofnun og Tollgæslunni. Eftir harða keppni hömpuðu þrjár tíkur fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í fíkniefnaleit, Anika frá Litla-Hrauni, Ella frá lögreglunni á Suðurnesjum og Kóka frá Tollgæslunni. Lesa meira

Fangelsismálastofnun nýtur mikils trausts meðal almennings samkvæmt könnun MMR á trausti almennings til stofnana á sviði eftirlits og löggæslu - 19.10.2009

Fangelsismálastofnun nýtur mikils trausts meðal 42,1% svarenda, samanborið við 16% sem segjast bera lítið traust til stofnunarinnar (þ.e. 2,6 sinnum fleiri treysta embættinu en vantreysta því). Sjá nánar.

Menntamálaráðherra í heimsókn á Litla-Hrauni - 16.10.2009

Menntamalaradherra_Katrin_Jakobsdottir_i_heimsokn_a_Litla_Hrauni_16.10.2009Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, heimsótti Litla-Hraun í dag. Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismála-stofnunar, fór yfir stöðu fangelsismála og sýndi henni aðstöðuna í fangelsinu ásamt Margréti Frímannsdóttur, forstöðumanni fangelsisins. Lesa meira

Japanskir háskólakennarar í heimsókn í Fangelsismálastofnun, Fangelsinu Litla-Hrauni og Hegningarhúsinu - 17.9.2009

Emi Yano, aðstoðarprófessor við lagadeild Háskólans í Ryukyus, Japan og Dr.jur Minoru Saito, ásamt Skúla Þór Gunnsteinssyni, lögfræðingi í dómsmálaráðuneytinu, heimsóttu Fangelsismálastofnun og Fangelsið Litla-Hraun í gær og Hegningarhúsið sl. þriðjudag.

Lesa meira

Samstarfssamningur um skönnun Ljósmyndasafns Siglufjarðar undirritaður á Litla-Hrauni í dag - 29.6.2009

Í dag klukkan 13.00 undirrituðu SKSigló og Fangelsið Litla-Hraun samstarfssamning til 6 mánaða þar sem unnið verður að skönnun Ljósmyndasafns Siglufjarðar sem er í eigu SKSigló og spannar um 400 þúsund ljósmyndir sem munu birtast á vef sigló.is www.siglo.is/myndasafn.

Lesa meira

Skólastarf á Litla-Hrauni veturinn 2008/2009 gekk vel - 8.6.2009

Kennsla var efld til muna á haustönn í kjölfar yfirlýsingar menntamálaráðherra snemma á árinu um að ríkisstjórnin væri búin að tryggja aukið fjármagn til menntamála í fangelsum landsins. Má þar nefna ráðningu náms- og starfsráðgjafa í 100% starf og aukna viðveru kennslustjórans á Litla-Hrauni á staðnum auk þess sem farið var af stað með grunndeild rafiðna á Litla-Hrauni.

Lesa meira

Formlegt samkomulag um vistun afplánunarfanga á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti undirritað - 28.5.2009

Heidar_Gudnason_og_Pall_E._WinkelPáll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar og Heiðar Guðnason, framkvæmdastjóri Samhjálpar, undirrituðu í gær formlegt samkomulag um vistun afplánunarfanga á Hlaðgerðarkoti. Markmiðið með þessu er meðal annars það að undirbúa fanga betur undir lífið að lokinni refsivist.

Lesa meira

Skólaslit á Litla-Hrauni - 20.5.2009

Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður, Ingi S. Ingason, kennslustjóri og Anna Fríða Bjarnadóttir, námsráðgjafiSkólaslit Fjölbrautaskóla Suðurlands voru í dag á Litla-Hrauni og af því tilefni var morgunverður snæddur úti í góða veðrinu.

Lesa meira

Ekki laust við að vegfarendum á Skólavörðustíg brygði í brún er rjúka tók úr þaki og gluggum Hegningarhússins - 19.5.2009

Brunaæfing var haldin í Hegningarhúsinu Skólavörðustíg í dag. Æfingin var samstarfsverkefni fangelsa á höfuðborgarsvæðinu, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og Fangelsismálastofnunar. Brunaafing_Reykur_ur_taki_HegningarhussinsBrunaafing_Hegningarhusid_Skolavordustig

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira

Glærur frá morgunverðarfundi 15. maí 2009 um málefni fanga - 18.5.2009

Morgunverðarfundur var haldinn á Grand Hóteli, Reykjavík, 15. maí síðastliðinn. Yfirskrift fundarins var: Út úr fangelsi – inn í kreppuna. Áhrif efnahagsástandsins á fanga og fjölskyldur þeirra.

Lesa meira

Leit í Fangelsinu Litla-Hrauni - 9.5.2009

Fíkniefnaleit með fíkniefnaleitarhundum frá tollgæslu og lögreglu í Fangelsinu Litla-Hrauni

Lesa meira

Haldið var upp á 80 ára afmæli Fangelsisins Litla-Hrauni í gær - 9.3.2009

Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, Páll E. Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar og Stefán Eiríksson ásamt mökum skemmtu sér vel á skemmtidagskrá í tilefni af 80 ára afmæli Litla-Hrauns 9. mars 2009. Myndina tók Þráinn Farestveit

 

Haldið var upp á 80 ára afmæli Fangelsisins Litla-Hrauni með pompi og pragt í íþróttasal fangelsisins í gær. Forstöðumaður fangelsisins, Margrét Frímannsdóttir, bauð gesti velkomna. Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar og Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra ávörpuðu gesti.

 

 

 

 

 

Lesa meira

Dóms- og kirkjumálaráðherra heimsækir Fangelsismálastofnun - 23.2.2009

Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra, heimsótti Fangelsismálastofnun ásamt Þorsteini Geirssyni, ráðuneytisstjóra og fleiri samstarfsmönnum sínum.

Lesa meira

Ruslafata sem varð að uppreisn - 11.2.2009

Í gær var kveikt í ruslafötu í klefa í Fangelsinu Litla-Hrauni. Fréttavefurinn DV færði fréttir af atburðinum með nokkurra mínútna millibili.  Samkvæmt DV var uppreisnar- og óeirðaástand í fangelsinu og mátti skilja fréttirnar á þann veg að allt væri farið böndunum úr og fangar og fangaverðir í hættu.  Þetta er ekki rétt. 

Lesa meira

Athugasemd við umfjöllun um málefni fanga sem birtist í Morgunblaðinu 18. janúar 2009 - 27.1.2009

Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins þann 18. janúar sl. er ítarleg umfjöllun um málefni fangans Birgis Páls Marteinssonar. Aðalfyrirsögnin, sem nær yfir tvær síður er: “Á þetta bara að vera refsivist?”

Lesa meira

Margrét Frímannsdóttir skipuð forstöðumaður Fangelsisins Litla-Hrauni - 26.1.2009

Dóms- og kirkjumálaráðherra, Björn Bjarnason, hefur skipað Margréti Frímannsdóttur í embætti forstöðumanns Fangelsisins Litla-Hrauni frá og með 1. febrúar 2009.

Lesa meira