Fréttir

Breytt netföng (new email adresses: @fangelsi.is) - 17.12.2013

Netföng starfsmanna Fangelsismálastofnunar með endingunni @tmd.is er ekki lengur í notkun. Vinsamlegast sendið vefpóst á starfsmenn með endingunni @fangelsi.is

Nánari upplýsingar um netföng starfsmanna er hægt að nálgast hér eða með því að senda póst á fms@fangelsi.is

Innanríkisráðherra heimsótti Fangelsismálastofnun og Litla-Hraun í dag - 10.10.2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, heimsótti í dag Fangelsismálastofnun og Fangelsið Litla-Hrauni, ásamt Ragnhildi Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra, aðstoðarmönnum sínum o.fl. Páll E. Winkel, forstjóri stofnunarinnar, tók á móti gestunum ásamt samstarfsmönnum sínum og skýrði frá starfsemi stofnunarinnar og því sem framundan er. Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Fangelsisins Litla-Hrauni, sýndi þeim fangelsið og lýsti starfseminni á Litla-Hrauni þegar gesti bar þar að garði.  Sjá nánar.

 

Eftirfylgniskýrsla Ríkisendurskoðunar um skipulag og úrrræði í fangelsismálum (2010) hefur verið gefin út - 6.9.2013

Ríkisendurskoðun hvetur stjórnvöld til að bregðast við fjórum ábendingum sínum frá árinu 2010 um fangelsismál. Sjá nánar.

Niðurstöður samkeppni um listskreytingar á Hólmsheiði kynntar í dag. - 5.6.2013

Fyrstu verðlaun hlutu Anna Hallin og Olga S. Bergmann fyrir tilllöguna Arboretum - trjásafn. Þetta margþætta listaverk samanstendur af þyrpingu níu tegunda trjáa sem staðsett verða í aðkomugarði fangelsisins. Gert er ráð fyrir "fuglahóteli" með tilheyrandi fuglahúsum sem unnin verða í samvinnu við trésmíðaverkstæðið á Litla-Hrauni. Lagt er til að vefmyndavélum verði komið fyrir í einhverjum af fuglahúsunum svo hægt verði að fylgjast með atferli fuglanna á skjá í bókasafni fangelsisins. Í sjónsteyptum veggbútum í útivistargörðum fangelsisins er svo gert ráð fyrir fræstum teikningum af flugmynstri fugla sem sækja þessar lendur. Dómnefndin sagði verkið falla vel að umhverfi og hugmyndafræði fangelsisins, hafa listrænt og fagurfræðilegt gildi og væri innan kostnaðarviðmiða. Sjá nánar.

Lesa meira

Úrslit í samkeppni um listskreytingu í Fangelsinu Hólmsheiði verða kynnt 5. júní 2013 - 3.6.2013

Úrslit í opinni samkeppni um listskreytingu í Fangelsinu á Hólmsheiði verða kynnt á Háskólatorgi næstkomandi miðvikudag 5. júní 2013 kl. 17:00. Sjá nánar á síðu Framkvæmdasýslu ríkisins.

Góður námsárangur fanga í Fangelsinu Litla-Hrauni og á Sogni. - 1.6.2013

Enn halda vistmenn í fangelsum áfram að sækjast eftir menntun meðan á afplánun stendur. Aldrei fyrr hefur annar eins fjöldi verið innritaður í nám í Fangelsinu Litla-Hrauni og á Sogni eins og á þessari önn eða samtals 66 manns. Af þeim stunduðu sex háskólanám við þrjá háskóla hérlendis og var einn sexmenninganna auk þess skráður í einn áfanga við FSu á Litla-Hrauni. Einn vistmaður hóf fjarnám við annan íslenskan framhaldsskóla en FSu og annar var í fjarnámi frá stofnun á meginlandi Evrópu.

Lesa meira

Af sauðburði á Kvíabryggju - 31.5.2013

Sauðburður gekk illa framan af þar sem gemlingarnir áttu í erfiðleikum með burð, lömbin voru stór og báru ekki rétt að, þar af leiðandi fóru nokkrir þeirra í keisaraskurð.

Lesa meira

Norrænar skýrslur varðandi menntun fanga - 13.5.2013

Gefnar hafa verið út tvær norrænar rannsóknarskýrslur, annars vegar er um að ræða rannsókn um menntun erlendra fanga: "Utdanningsbakgrunn, önsker og behov" og hins vegar rannsókn sem gekk út á að finna allar rannsóknir frá árinu 1998 - mars 2013 sem fjalla um áhrif náms og/eða vinnu á endurkomur fanga aftur í fangelsi.

Lesa meira

Mennta- og menningarmálaráðherra í heimsókn á Kvíabryggju ásamt fleirum - 8.4.2013

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Álfheiður Ingadóttir, alþingismaður og Lárus Hannesson, forseti bæjarstjórnar í Stykkishólmi heimsóttu Kvíabryggju 6. apríl sl.

Lesa meira

Fyrsta skóflustunga að nýju fangelsi á Hólmsheiði tekin 4. apríl 2013 - 5.4.2013

Innanríkisráðherra Ögmundur Jónasson tekur fyrstu skóflustunguna að nýju fangelsi á Hólmsheiði

Í gær 4. apríl 2013 tók Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra fyrstu skóflustunguna að nýju fangelsi á höfuborgarsvæðinu. Fjöldi gesta var viðstaddur þennan merka áfanga í fangelsissögu landsins en stefnt hefur verið að því að byggja fangelsi á höfuðborgarsvæðinu í tugi ára.

Lesa meira

Lokað eftir hádegi fimmtudaginn 4. apríl 2013 - 3.4.2013

Aðalskrifstofa Fangelsismálastofnunar, Borgartúni 7, Reykjavík, verður lokuð eftir hádegi fimmtudaginn 4. apríl 2013 vegna skóflustungu að nýju fangelsi á Hólmsheiði.