Gæsluvarðhald
Dómstóll getur úrskurðað sakborning í gæsluvarðhald liggi fyrir rökstuddur grunur um að hann hafi framið verknað sem fangelsisrefsing er lögð við og þegar ákveðin skilyrði, sem nánar eru skilgreind í XIV. kafla laga um meðferð meðferð sakamála nr. 88/2008, liggja fyrir.
Markmiðið er annars vegar að koma í veg fyrir að sakborningur torveldi rannsókn máls og hins vegar að taka viðkomandi úr umferð, þyki það nauðsynlegt vegna öryggis- eða almannahagsmuna.
Gæsluvarðhald telst ekki fangelsisrefsing enda úrskurðað áður en viðkomandi hefur verið fundinn sekur um refsiverða háttsemi. Gæsluvarðhaldsvist kemur alla jafna til frádráttar dæmdri refsingu sé aðili sakfelldur. Eðlismunur er á réttarstöðu gæsluvarðhaldsfanga annars vegar og hins vegar afplánunarfanga. Mestu skiptir í því sambandi hvort þörf er talin á að fanginn sæti einangrun og/eða öðrum takmörkunum í gæslunni, eða hvort gæslan er án takmörkunar, þ. e. svonefnd lausagæsla.
Ströng lagaskilyrði eru um beitingu gæsluvarðhalds enda felur það í sér mikla skerðingu á persónufrelsi viðkomandi einstaklings. Þá eru ekki takmarkanir á kæru slíkra mála til Hæstaréttar.
Skv. 97. gr. ofangreindra laga skal gæsluvarðhald ákveðið með úrskurði dómara, þar sem því skal markaður ákveðinn tími sem má ekki vera lengri en fjórar vikur í senn, enda setji ákvæði 4. mgr. 95. gr. því ekki enn þrengri tímamörk. Gæsluvarðhald verður ekki framlengt nema til komi nýr dómsúrskurður. Því má þó marka lengri tíma en fjórar vikur þegar svo stendur á sem í 3. mgr. segir.
Gæsluvarðhald skal ekki vara lengur en þörf krefur. Skal sá sem krafist hefur gæsluvarðhalds láta sakborning lausan jafnskjótt og ástæður til gæslu eru ekki lengur fyrir hendi.
Gæsluvarðhaldi lýkur þegar héraðsdómur hefur verið kveðinn upp í málinu. Eftir kröfu ákæranda getur dómari þó úrskurðað að gæsluvarðhald skuli haldast meðan á áfrýjunarfresti skv. 199. gr. stendur, svo og meðan mál er til meðferðar fyrir Hæstarétti uns dómur er þar upp kveðinn.
Skv. 10. gr. laga um fullnustu refsinga skal dómþoli í gæsluvarðhaldi þegar hefja afplánun refsingarinnar nema rannsóknarhagsmunir bjóði annað.
Tölulegar upplýsingar:
Gæsluvarðhaldsúrskurðir árin 2001 – 2016:
Ár |
Fjöldi upphafsúrskurða (Gvh. hafið) |
Fjöldi einstaklinga |
Þar af úrsk. í einangrun |
Meðaltalsfjöldi daga í einangrun |
---|---|---|---|---|
1996 |
88 |
81 |
- |
- |
1997 |
89 |
81 |
- |
- |
1998 |
57 |
47 |
- |
- |
1999 |
114 |
96 |
- |
34 |
2000 |
77 |
74 |
- |
24 |
2001 |
91 |
90 |
83 |
|
2002 |
108 |
96 |
94 |
|
2003 |
70 |
65 |
55 |
|
2004 |
116 |
112 |
86 |
|
2005 |
86 |
81 |
74 |
|
2006 |
130 |
115 |
110 |
|
2007 |
122 |
110 |
94 |
|
2008 |
158 |
152 |
137 |
|
2009 |
144 |
135 |
114 |
|
2010 |
139 |
136 |
117 |
|
2011 |
116 |
111 |
88 |
|
2012 |
129 |
120 |
94 |
|
2013 |
135 |
129 |
83 |
|
2014 |
118 |
112 |
72 |
|
2015 |
136 |
130 |
87 |
|
2016 |
130 |
122 |
80 |
Meðaltalsfjöldi gæsluvarðhaldsfanga árin 2001 – 2016 er:
´01 | ´02 | ´03 | ´04 | ´05 | ´06 | ´07 | ´08 | ´09 | ´10 | ´11 | ´12 | ´13 | ´14 | ´15 | ´16 | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Meðaltalsfj. gvh.fanga
á dag í fangelsum ríkisins
|
14,5
|
14,7
|
11,4
|
12,0
|
15,6
|
17,2
|
15,8
|
14,3
|
19,6
|
16,8
|
15,0
|
21,6
|
16,9
|
11,1
|
15,0 |
16,3 |
Meðaltalsfj. gvh.fanga á
dag hjá Barnav.st./Vernd
|
0,0
|
0,0
|
0,0
|
0,0
|
0,0
|
0,3
|
0,2
|
0,0
|
0,0
|
0,0
|
0,0
|
0,0
|
0,0
|
0,1 |
0,4 |
0,0 |
Meðaltalsfj. gvh.fanga á
sjúkrahúsum/öðrum stofnunum
|
0,6
|
1,0
|
0,0
|
0,8
|
0,6
|
0,4
|
0,8
|
0,3
|
0,5
|
1,0
|
1,2
|
0,5
|
0,6
|
0,5 |
1,3 |
1,6 |
Meðaltalsfj. gvh.fanga
á dag alls*
|
15,1
|
15,7
|
11,4
|
12,8
|
16,2
|
17,9
|
16,8
|
14,6
|
20,1
|
17,8
|
16,2
|
22,1
|
7,5
|
11,7 |
16,7 |
18,0 |
*Þar af í einangrun |
2,3
|
3,5
|
1,6
|
2,3
|
1,7
|
3,4
|
2,4
|
4,2
|
4,5
|
4,2
|
2,7
|
2,8
|
2,8
|
1,8 |
2,7 |
1,9 |