Laganemar í Háskóla Íslands heimsóttu Fangelsismálastofnun og Fangelsið Litla-Hraun.
Fangelsismálastofnun tók á móti laganemum á 3. ári í Háskóla Íslands í október síðastliðnum. Forstjóri stofnunarinnar kynnti þeim hvert hlutverk stofnunarinnar væri, stefnu hennar og markmið.
Laganemum voru kynnt helstu atriði varðandi fullnustu refsinga svo sem um vistun í fangelsi, reynslulausnir, samfélagsþjónustu o.fl. Eftir kynninguna í húsnæði stofnunarinnar heimsóttu laganemarnir Fangelsið Litla-Hraun þar sem starfsemi fangelsisins var kynnt fyrir þeim.