Fréttir

Í aðdraganda jólahátíðar á Litla-Hrauni - 23.12.2005

Í dag verður haldið skákmót á vegum Hróksins og skákfélags fanga, Frelsingjans. Lesa meira

Ásættanlegur námsárangur á Litla-Hrauni - 21.12.2005

Aðsókn að framhaldsskólanámi á Litla-Hrauni hefur aldrei verið eins mikil og á nýlokinni haustönn. Fjölbrautaskóli Suðurlands sér um kennsluna. Lesa meira

“Hvað er spunnið í opinbera vefi” - 15.12.2005

Fangelsismálastofnun óskar dómsmálaráðuneytinu til hamingju með frábæra útkomu í úttekt á vefjum ríkis og sveitarfélaga sem forsætisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga stóðu fyrir, en dómsmálaráðuneytið fékk hæstan stigafjölda allra hvað nytsemi varðar, var með hæstu meðaleinkunn vefja ráðuneytanna og næst hæstu meðaleinkunn allra mældra vefja. Úttekt þessi er sú fyrsta af þessari stærðargráðu sem gerð er hér á landi. Lesa meira

Bygging nýs fangelsis í Reykjavík, saga sem vonandi sér brátt fyrir endann á - 13.12.2005

Byggingarsaga nýs fangelsis á höfuðborgarsvæðinu er orðin 45 ára gömul og vonandi sér brátt fyrir endann á henni. Samkvæmt áætlun Fangelsismálastofnunar á að ljúka við byggingu nýs fangelsis í árslok 2009. Þar með lýkur heildaruppbyggingu fangelsanna. Sjá nánar.

Tilraunaverkefni - 22.11.2005

Fangelsismálastofnun hefur hafið tilraunaverkefni í samstarfi við ABC barnahjálp. Verkefnið felst í því að fangar í Hegningarhúsinu og í Fangelsinu Akureyri pakka inn jólakortum sem seld verða um allt land fyrir þessi jól. Ágóðinn rennur til munaðarlausra barna í Úganda, Indlandi, Pakistan og á Filippseyjum.

Fangelsismálastofnun hefur áhuga á að skoða fleiri samstarfsverkefni með frjálsum félagasamtökum og einnig gætu fyrirtæki komið inn sem þátttakendur í slíku samstarfi. Markmiðið yrði tvíþætt: Annars vegar að efla starfsemi í fangelsum landsins sem lið í endurhæfingu fanga og hins vegar að vinna að mannúðarmálum með því að veita stuðning og hjálp til nauðstaddra.  

Lesa meira

Morgunverðarfundur um áfengis- og vímuefnameðferð í fangelsum var haldinn 4. nóvember 2005. Glærur fyrirlesara eru nú aðgengilegar. - 12.11.2005

Fyrsti morgunverðarfundur sem samráðsnefnd um málefni fanga hélt var vel sóttur. Rúmlega 60 manns úr ýmsum starfsstéttum sáu sér fært að mæta.

Lesa meira

Ný reglugerð um fullnustu refsinga tók gildi 9. nóvember 2005 - 12.11.2005

Hinn 9. nóvember 2005 tók gildi ný reglugerð um fullnustu refsinga nr. 961/2005. Reglugerðin er með þeim fyrstu sem birtist í rafrænni útgáfu Stjórnartíðinda en hinn 8. nóvember sl. opnaði Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, nýjan vef Stjórnartíðinda og þar með hófst hin rafræna útgáfa. Réttaráhrif laga og stjórnvaldaerinda miðast nú við birtingu á vefnum www.stjornartidindi.is og er gildistaka daginn eftir birtingu.

Lesa meira

Morgunverðarfundur á Grand Hótel föstudaginn 4. nóvember 2005 frá kl. 08.00-10.00 - 1.11.2005

Samráðsnefnd um málefni fanga stendur fyrir morgunverðarfundi á Grand Hóteli í Reykjavík föstudaginn 4. nóvember nk. frá kl. 08:00 – 10:00. Lesa meira

Áform um breytingar fangelsa óbreytt - 27.10.2005

Fram kemur í frétt á mbl.is þann 25. október sl. að áform um breytingar fangelsa hafa ekki breyst.

Lesa meira

Lifandi tónlist á Litla-Hrauni - 10.10.2005

Undanfarið hafa ýmsir listamenn leikið fyrir vistmenn á Litla-Hrauni við góðar undirtektir. Má þar nefna nokkrar rokkhljómsveitir sem lagt hafa leið sína þangað nýlega, svo sem Mínus, Lights on the Highway og hljómsveitina Dr. Spock frá Reykjavík sem spilaði þar 23. september sl. Lesa meira

Frumvarp til fjárlaga - 5.10.2005

Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga, sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi, er engu fé varið til fangelsisbygginga. Af því tilefni þykir rétt að gera eftirfarandi grein fyrir málinu: Lesa meira

Hrókurinn og Frelsinginn á Litla-Hrauni - 27.9.2005

Hrokurinn_og_Frelsinginn_a_Litla-Hrauni

Liðsmenn Hróksins Henrik Danielsen og Kristian Guttesen lögðu leið sína í Fangelsið Litla-Hraun sl. föstudag þar sem þeir slógu upp æfingamóti fyrir vistmenn fangelsins. Öllum þátttakendum var gefið segultafl frá Íslandsbanka sem og ljósmyndabækur í boði bankans og skákkennslubækur í boði Hróksins.

Lesa meira

Svör við skýrslu Evrópunefndar um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu vegna heimsóknar til Íslands 3. til 10. júní 2004. - 6.7.2005

Dómsmálaráðuneytið hefur birt á vef sínum svör íslenskra stjórnvalda við skýrslu CPT-nefndarinnar (European Committee for the Prevention of Torture and Inhuman or Degrading Treatment or Punishment) vegna heimsóknar nefndarinnar til Íslands 3. – 10. júní 2004, sjá nánar: http://www.domsmalaraduneyti.is/utgefid-efni/til_nefnda/nr/1069

Lesa meira

Breyting á lögum um meðferð opinberra mála - 20.6.2005

Hinn 9. júní sl. voru birt lög um breyting á lögum um meðferð opinberra mála, nr. 19/1991 (sektarinnheimta) í Stjórnartíðindum. Lesa meira

Glenn Kaiser Band á Litla-Hrauni 9. júní 2005 - 11.6.2005

Blues hljómsveitin Glen Kaiser Band hélt tónleika á Litla-Hrauni 9. júní sl. Lesa meira

Samráðshópur um bætta þjónustu við fanga - 10.6.2005

Undirbúningsnefnd ráðstefnunnar "Þjónusta við fanga" sem haldin var á Hótel Örk 15. apríl 2005 ákvað að fá fleiri til liðs við sig og koma upp samráðshópi sem hefði það markmið að skipuleggja fundi/umræðu/ráðstefnu sem tengjast málefnum fanga með einum eða öðrum hætti. Lesa meira

Aukið samstarf milli Félagsþjónustu Reykjanesbæjar og Fangelsismálastofnunar - 9.6.2005

Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar (FFR) hefur ákveðið að efla samstarf við Fangelsismálastofnun varðandi húsnæðismál og félagslega aðstoð við fanga sem eru að ljúka afplánun og eru með skráð lögheimili í Reykjanesbæ.

Lesa meira

Tónleikar á Litla-Hrauni - 30.5.2005

Hinn 26. maí sl. hélt strengjakvartett á vegum Listahátíðar tónleika í íþróttahúsinu á Litla-Hrauni Lesa meira

Skákmót á Litla-Hrauni - 30.5.2005

Hinn 20. maí sl. var haldið skákmót í íþróttahúsinu á Litla-Hrauni Lesa meira

Uppbygging fangelsa - 30.5.2005

Fyrsta hluta framkvæmdaáætlunar Fangelsismálastofnunar hrint í framkvæmd. Hinn 26. maí sl., tilkynnti dómsmálaráðherra Fangelsismálastofnun formlega að ráðuneytið hafi gert tillögu stofnunarinnar um uppbyggingu fangelsa ríkisins að sinni.

Lesa meira