
Byggingarsaga nýs fangelsis á höfuðborgarsvæðinu er orðin 45 ára gömul og vonandi sér brátt fyrir endann á henni. Samkvæmt áætlun Fangelsismálastofnunar á að ljúka við byggingu nýs fangelsis í árslok 2009. Þar með lýkur heildaruppbyggingu fangelsanna. Sjá nánar.
Fangelsismálastofnun hefur hafið tilraunaverkefni í samstarfi við ABC barnahjálp. Verkefnið felst í því að fangar í Hegningarhúsinu og í Fangelsinu Akureyri pakka inn jólakortum sem seld verða um allt land fyrir þessi jól. Ágóðinn rennur til munaðarlausra barna í Úganda, Indlandi, Pakistan og á Filippseyjum.
Fangelsismálastofnun hefur áhuga á að skoða fleiri samstarfsverkefni með frjálsum félagasamtökum og einnig gætu fyrirtæki komið inn sem þátttakendur í slíku samstarfi. Markmiðið yrði tvíþætt: Annars vegar að efla starfsemi í fangelsum landsins sem lið í endurhæfingu fanga og hins vegar að vinna að mannúðarmálum með því að veita stuðning og hjálp til nauðstaddra.
Lesa meiraFyrsti morgunverðarfundur sem samráðsnefnd um málefni fanga hélt var vel sóttur. Rúmlega 60 manns úr ýmsum starfsstéttum sáu sér fært að mæta.
Lesa meiraHinn 9. nóvember 2005 tók gildi ný reglugerð um fullnustu refsinga nr. 961/2005. Reglugerðin er með þeim fyrstu sem birtist í rafrænni útgáfu Stjórnartíðinda en hinn 8. nóvember sl. opnaði Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, nýjan vef Stjórnartíðinda og þar með hófst hin rafræna útgáfa. Réttaráhrif laga og stjórnvaldaerinda miðast nú við birtingu á vefnum www.stjornartidindi.is og er gildistaka daginn eftir birtingu.
Lesa meiraFram kemur í frétt á mbl.is þann 25. október sl. að áform um breytingar fangelsa hafa ekki breyst.
Lesa meiraLiðsmenn Hróksins Henrik Danielsen og Kristian Guttesen lögðu leið sína í Fangelsið Litla-Hraun sl. föstudag þar sem þeir slógu upp æfingamóti fyrir vistmenn fangelsins. Öllum þátttakendum var gefið segultafl frá Íslandsbanka sem og ljósmyndabækur í boði bankans og skákkennslubækur í boði Hróksins.
Lesa meira
Dómsmálaráðuneytið hefur birt á vef sínum svör íslenskra stjórnvalda við skýrslu CPT-nefndarinnar (European Committee for the Prevention of Torture and Inhuman or Degrading Treatment or Punishment) vegna heimsóknar nefndarinnar til Íslands 3. – 10. júní 2004, sjá nánar: http://www.domsmalaraduneyti.is/utgefid-efni/til_nefnda/nr/1069
Lesa meiraFjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar (FFR) hefur ákveðið að efla samstarf við Fangelsismálastofnun varðandi húsnæðismál og félagslega aðstoð við fanga sem eru að ljúka afplánun og eru með skráð lögheimili í Reykjanesbæ.
Lesa meiraFyrsta hluta framkvæmdaáætlunar Fangelsismálastofnunar hrint í framkvæmd. Hinn 26. maí sl., tilkynnti dómsmálaráðherra Fangelsismálastofnun formlega að ráðuneytið hafi gert tillögu stofnunarinnar um uppbyggingu fangelsa ríkisins að sinni.
Lesa meira