Fangelsi ríkisins
Fangelsi ríkisins eru nú fimm talsins: Annars vegar þrjú lokuð fangelsi, Fangelsið Hólmsheiði, Fangelsið Litla-Hrauni og Fangelsið Akureyri. Hins vegar tvö opin fangelsi, Fangelsið Sogni og Fangelsið Kvíabryggju. Fangelsið Kópavogsbraut 17 var lokað 22. maí 2015.
Skv. 2. mgr. 5. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 15/2016 hefur Fangelsismálastofnun umsjón með rekstri fangelsa sem eru sjálfstæðar stofnanir og stjórnsýslueiningar.
Í fangelsi er sá vistaður sem dæmdur er til fangelsisrefsingar, afplánar vararefsingu fésekta eða sætir gæsluvarðhaldi sbr. 17. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 15/2016.
Skv. 21. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 15/2016 ákveður fangelsismálastofnun í hvaða fangelsi afplánun skuli fara fram. Fangi sem er undir 18 ára aldri skal vistaður á heimili á vegum barnaverndaryfirvalda, nema sérstakar ástæður séu til að vista þá í fangelsi
Sjá uppbyggingu fangelsa ríkisins. Sjá nánar.
Framkvæmdaáætlun varðandi uppbyggingu fangelsanna. Sjá nánar.
Byggingarsaga nýs fangelsis á höfuðborgarsvæðinu. Sjá nánar.