
Fundur um samvinnu Almannavarna og fangelsisyfirvalda vegna jarðskjálftans 29. maí 2008 var haldinn á Litla-Hrauni sl. miðvikudag. Jafnframt var í gær haldinn fundur með aðstoðarmönnum dóms- og menntamála um ýmis málefni m.a. afleiðingar jarðskjálftans, menntunarmál fanga, stöðu geðsjúkra sakhæfra fanga o.fl.
Fjárlaganefnd Alþingis heimsótti Fangelsið Litla-Hraun í dag. Forstjóri Fangelsismála-stofnunar, Páll E. Winkel og forstöðumaður Fangelsisins Litla-Hrauni, Margrét Frímanns-dóttir, funduðu með nefndarmönnum og sýndu þeim fangelsið. i