
Út er komið 2. tölublað 5. árgangs fréttablaðs sem gefið er út af föngum á Litla-Hrauni. Blaðið sem ber heitið Tímamót fjallar um málefni fanga og það sem þeim er efst í huga. Sjá nánar.
Lesa meiraÞað er ekki algengt að fjölmennar ráðstefnur séu haldnar í fangelsum. Ein slík var þó haldin laugardaginn 10. nóvember sl. á Litla-Hrauni og stóð hún frá kl. 10.00-14.00. Það var AA deild fanga, Brúin, sem stóð fyrir ráðstefnunni. Um 30 manns hafði verið boðið til ráðstefnunnar og álíka margir fangar mættu.