
Á nýliðinni haustönn voru 52 fangar innritaðir til náms við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Þar af voru 39 á Litla-Hrauni og 13 á Bitru. Lagðar voru undir 276 námseiningar og skiluðu sér í hús 156 einingar. Hátt í helming þessara eininga tóku nemendur á Bitru þótt þeir væru aðeins ríflega þriðjungur nemenda. Sjá nánar. Þess má geta að 8 fangar stunda nú nám á háskólastigi.
Í fjárlögum fyrir árið 2012 sem afgreidd voru frá Alþingi í gær var ákveðið að verja 190 milljónum króna til hönnunar á nýju gæsluvarðhalds-, móttöku- og kvennafangelsi. Heildarkostnaður við hönnunina er áætlaður 220 milljónir króna og reiknað með að 30 milljóna kr. hluti þeirrar fjárhæðar verði varið til samkeppni arkitekta um hönnun fangelsisins.
Þann 1. október sl. tóku gildi lög nr. 129/2011 um breytingu á lögum um fullnustu refsinga nr. 49/2005 (rafrænt eftirlit, samfélagsþjónusta). Megintilgangur laganna er að lögfesta nýtt fullnustuúrræði, rafrænt eftirlit með dómþolum sem afplána óskilorðsbundna fangelsisrefsingu og hins vegar að hækka þá hámarksrefsingu sem unnt er að fullnusta með samfélagsþjónustu í 9 mánaða fangelsi.
Lesa meiraÁ liðnum misserum hefur mikið verið fjallað um byggingu nýs fangelsis á opinberum vettvangi. Ekki er hægt að segja annað en að byggingasaga fangelsa sé sorgleg. Oft hefur staðið til að byggja fangelsi en einhverra hluta vegna hefur aldrei lánast að klára verkefnið.
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra heimsótti Fangelsismálastofnun og Hegningarhúsið í dag. Með honum í för voru Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður hans, Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri, Skúli Þór Gunnsteinsson, lögfræðingur og Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi.
Útskrift Fangavarðaskólans fór fram fimmtudaginn 12. maí sl. Nemendur skólans voru 10 talsins og stóðu sig með prýði. Að venju fór kennslan fram í húsnæði Lögregluskólans að Krókhálsi 5b, Reykjavík. Alls komu 20 kennarar og leiðbeinendur að kennslunni og er þeim og öðrum sem veittu aðstoð þakkað samstarfið.
Formaður HIV Ísland, Gunnlaugur I. Grétarsson, ásamt Bergþóru hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi og Einari starfsmanni Landspítalans Háskólasjúkrahúsi, heimsóttu Bitru og Litla-Hraun 7. apríl sl. og fræddu fanga um heilbrigðismál að því er varðar HIV og lifrarbólgu og helstu smitleiðir. Með í för var Bjartmar Gunnlaugsson tónlistarmaður sem tók lagið fyrir viðstadda.
Ákveðið hefur verið að bjóða út byggingu nýs fangelsis í eigu ríkisins. Unnið er að gerð útboðsgagna og er stefnt að því að unnt verði að bjóða verkið út síðar í þessum mánuði.
Sjá nánar frétt innanríkisráðuneytisins.
Ákveðið hefur verið að bjóða út byggingu nýs fangelsis á vegum ríkisins síðar í þessum mánuði.
Sjá nánar frétt innanríkisráðuneytisins.
Fíkniefnahundur Litla-Hrauns er nýkominn úr stífri 6 vikna sérþjálfun hjá Steinari Gunnarssyni, yfirhundaþjálfara Ríkislögreglustjóra. Markmið námskeiðsins var að þjálfa lyktarskyn hundsins og efla leitarfærni hans í breytilegu umhverfi. Hundurinn sem ber heitið Vinkill þótti vel undirbúinn, duglegur, áhugasamur og sýndi mikla hæfileika. Elín Ósk Hölludóttir, fangavörður á Litla-Hrauni, er þjálfari hundsins.