Fréttir

Innanríkisráðherra í heimsókn í Fangelsismálastofnun

24.8.2011

Innanríkisráðherra og forstjóri FangelsismálastofnunarÖgmundur Jónasson, innanríkisráðherra heimsótti Fangelsismálastofnun og Hegningarhúsið í dag. Með honum í för voru Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður hans, Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri, Skúli Þór Gunnsteinsson, lögfræðingur og Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi.

Forstjóri fer yfir stöðu fangelsismála

 

 

 

 

 

 

 

 

Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, kynnti starfsfólk fyrir Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra og fór yfir starfsemi stofnunarinnar og stöðu mála.

Ráðherra tilkynnti formlega að ríkisstjórnin hefði ákveðið að hefja undirbúning að byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði og var þeim fréttum vel fagnað af starfsmönnum.

Síðan var haldið í heimsókn í Hegningarhúsið við Skólavörðustíg. Guðmundur Gíslason, forstöðumaður fangelsisins tók á móti gestum, fór lítillega yfir sögu fangelsisins og sýndi gestum aðstöðuna í fangelsinu.Forstöðumaður fer yfir sögu Hegningarhússins

 

Sjá nánar.

 

 

 

.Í garði Hegningarhússins

Senda grein