
Föstudaginn 25. apríl síðastliðinn kom hópur laganema frá Háskólanum í Reykjavík í heimsókn í Fangelsið Litla-Hrauni ásamt kennara sínum.
Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra og Sveinn Magnússon skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu heimsóttu Fangelsið Litla-Hrauni föstudaginn 25. apríl síðastliðinn. Þeir skoðuðu fangelsið en sérstök áhersla var lögð á að kynna starfsemi meðferðardeildar sem þar hefur verið rekin sem tilraunaverkefni til 6 mánaða. Ljóst er að gangi áætlanir Fangelsismálastofnunar eftir þá verður meðferðarstarf á Litla-Hrauni samstarfsverkefni dómsmála- og heilbrigðisráðherra.
Fangelsismálastofnun vinnur að því að gera sérsveit fangavarða enn betur í stakk búna fyrir þau krefjandi verkefni sem upp geta komið í fangelsum. Í gær var haldin sameiginleg æfing sérsveitar fangavarða á Litla-Hrauni og lögreglumanna hjá embætti lögreglustjórans á Selfossi.