Fréttir

Soroptimistafélag Kópavogs færðu Fangelsinu Kópavogsbraut 17 peningagjöf  - 8.11.2012

Erla Alexandersdóttir, formaður Soroptimistafélags Kópavogs afhendir Guðmundi Gíslasyni forstöðumanni Fangelsisisins Kópavogsbraut 17 námsstyrk til fanga

Þann 26. október sl. komu góðir gestir í Fangelsið Kópavogsbraut 17, Erla Alexandersdóttir, formaður Soroptimistafélags Kópavogs, ásamt tveimur öðrum fulltrúum félagsins, og afhentu Guðmundi Gíslasyni, forstöðumanni, peningagjöf frá félaginu til fanga í  fangelsinu, að fjárhæð kr. 100.000, sem styrk til námskeiðahalda í fangelsinu. Eru þeim hér með færðar alúðarþakkir fyrir. 

Lesa meira

Þingmenn í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis heimsóttu Litla-Hraun í dag - 16.10.2012

Nefndarmenn í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis voru uppnumdir eftir heimsókn á Litla Hraun í morgun að sögn formanns nefndarinnar. Nefndarmenn fengu sérstaka kynningu á því hvernig starfsfólk Litla Hrauns hefur varið 50 milljóna króna fjárframlagi sem hugsað var til að efla öryggisþætti fangelsisins. Sjá nánar.

Breyttur opnunartími á aðalskrifstofu Fangelsismálastofnunar - 31.8.2012

Breyttur opnunartími á aðalskrifstofu Fangelsismálastofnunar og er hann sem hér segir:

Frá kl. 09:00 - 12:00 og frá kl. 13:00 - 15:00. 

Skólahald gekk vel á Litla-Hrauni og Bitru/Sogni sl. vetur - 13.6.2012

Skólahald á Litla-Hraun og Bitru/Sogni var með hefðbundnum hætti skólaárið 2011 - 2012. Sjá skýrslu kennslustjóra á Litla-Hrauni og Sogni, Ingis Ingasonar.

Arkís arkitektar hlutu 1. verðlaun í hönnunarsamkeppni um byggingu nýs fangelsis - 5.6.2012

1.-verdlaun-i-arkitektasamkeppni-um-nytt-fangelsi

ARKÍS arkitektar hlutu fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni um byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði. Dómnefnd kynnti þær tillögur sem bárust í samkeppnina við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Dómnefnd skipuðu Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður og sérfræðingur í innanríkis-ráðuneytinu, Páll E. Winkel, fangelsismálastjóri, skipaður af ráðherra, Pétur Örn Björnsson, arkitekt, skipaður af ráðherra og tilnefndur af hálfu Arkitektafélags Íslands, Gylfi Guðjónsson og Hildur Gunnarsdóttir arkitektar. 
Alls bárust átján tillögur, þar af tíu erlendis frá.

 


Lesa meira

Fangelsið Sogni formlega tekið í notkun - 4.6.2012

Forstöðumaður ásamt starfsmönnum á Sogni

Fangelsið Sogni var formlega tekið í notkun 1. júní sl. Fangelsið er skilgreint sem opið fangelsi og leysir af hólmi Fangelsið Bitru sem tekið var í notkun í maí 2010. Forstöðumaður fangelsisins er Margrét Frímannsdóttir, sem jafnframt er forstöðumaður á Litla-Hrauni. Í fangelsinu starfa 8 fangaverðir undir daglegri stjórn Einars Vals Oddssonar, varðstjóra.

Lesa meira

Lokað í dag - 25.5.2012

Skrifstofa Fangelsismálastofnunar er lokuð í dag vegna starfsdags starfsmanna.

Sauðburður á Kvíabryggju - 15.5.2012

Í fjárhúsinu

 

Á Kvíabryggju er nú stundaður búskapur en ákveðið var að hefja þar fjárbúskap til að auka vinnu fyrir fanga en ekki síður til að sjá þeim fyrir fæði og þar með stuðla að hagkvæmari rekstri.

Lesa meira

Rafrænt eftirlit - Undirritun samnings - 5.3.2012

Fangelsismálastofnun og Öryggismiðstöðin hafa undirritað samning um rafrænt eftirlit með föngum.  Verkefnið hefur verið í undirbúningi um all langt skeið og prófanir staðið yfir. 

Lesa meira

15152 - Hönnunarsamkeppni fangelsis á Hólmsheiði í Reykjavík - 7.1.2012

Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Innanríkisráðuneytisins býður til opinnar hönnunarsamkeppni (framkvæmdasamkeppni) um byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði í Reykjavík.

Um er að ræða nýtt gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi með deild fyrir kvenfanga, aðstöðu fyrir afplánun skemmri fangelsisrefsinga og vararefsinga á Hólmsheiði í Reykjavík. Fangelsisbyggingin verður með 56 fangarýmum og u.þ.b. 3.700 m2 að stærð. Sjá nánari upplýsingar á vef Ríkiskaupa.

Lesa meira

Hönnunarsamkeppni um fangelsisbyggingu að hefjast - 4.1.2012

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Logi Már Einarsson, formaður Arkitektafélags Íslands, undirrituðu í dag samning um útfærslu hönnunarsamkeppni um byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði í Reykjavík. Samkeppnin verður auglýst á erópska efnahagssvæðinu og verður með þeim hætti að þeir sem uppfylla hæfisskilyrði geta tekið þátt. Samkeppnisgögn verða afhent frá 9. janúar nk. og er gert ráð fyrir að niðurstaða dómnefndar, sem skipuð var vegna samkeppninnar, liggi fyrir í byrjun sumars. Þá taka við samningar við hönnunarteymið sem verður fyrir valinu og er stefnt að því að framkvæmdir við nýtt fangelsi geti hafist í lok þessa árs. Sjá nánar.