
Jólahátíðin var með hefðbundnu sniði í fangelsum ríkisins. Margir leggja hönd á plóg til að létta föngum lundina yfir hátíðina og má þar m.a. nefna Félagasamtökin Vernd sem um árabil hafa sent föngum jólagjafir og Bubba sem hefur haldið tónleika á Litla-Hrauni frá árinu 1981.