Norræn ráðstefna um vinnu og menntun í fangelsum verður haldin hér á landi í september 2016
Norræn ráðstefna á vegum NVL (nordisk vuxenutbildning) verður haldin 13.- 14. september 2016 í Reykjavík
Dagana 13. – 14. september 2016 verður haldin norræn ráðstefna á vegum NVL (nordisk vuxenutbildning) sem tengslanetið Nordisk netværk for fængselsundervisning stendur að (ráðstefnan verður sett seinni partinn 12. sepember). Yfirskrift ráðstefnunnar er: Work and education – cooperation and innovation.
Ráðstefnan er haldin á Grand Hóteli í Reykjavík og þátttakendur eru um 150 frá öllum Norðurlöndum, ásamt fulltrúum frá Eistlandi og Litháen. Það er NORDPLUS – verkefni Norrænu ráðherranefndarinnar sem styrkir þessa ráðstefnu með greiðslu allt að helmingi kostnaðar. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Fangelsismálastofnun ríkisins.