Fréttir

Dómsmálaráðherra í heimsókn

27.4.2017

Páll E. Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar og Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra






Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, heimsótti Fangelsismálastofnun og Fangelsið Hólmsheiði í dag. Með í för voru Laufey Rún Ketilsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri, Þórunn J. Hafstein, skrifstofustjóri og Kristín Einarsdóttir, lögfræðingur.






Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, tók á móti þeim og kynnti starfsfólk fyrir ráðherra og fór yfir starfsemi stofnunarinnar og stöðu mála.

Síðan var haldið í heimsókn í Fangelsið Hólmsheiði þar sem Guðmundur Gíslason, forstöðumaður fangelsisins, tók á móti gestum, kynnti starfsemina og sýndi gestum aðstöðuna í fangelsinu.

Fangelsismálastofnun þakkar ráðherra og fylgdarliði hans fyrir ánægjulega heimsókn.






Senda grein