Fréttir

Japanskir háskólakennarar í heimsókn í Fangelsismálastofnun, Fangelsinu Litla-Hrauni og Hegningarhúsinu

17.9.2009

Emi Yano, aðstoðarprófessor við lagadeild Háskólans í Ryukyus, Japan og Dr.jur Minoru Saito, ásamt Skúla Þór Gunnsteinssyni, lögfræðingi í dómsmálaráðuneytinu, heimsóttu Fangelsismálastofnun og Fangelsið Litla-Hraun í gær og Hegningarhúsið sl. þriðjudag.

 

 

 

 

Skúli Gunnsteinsson, Hafdís Guðmundsdóttir, Erlendur S. Baldursson, Erla Kristín Árnadóttir og Emi Yano í Fangelsismálastofnun

Þau hafa verið að kynna sér fangelsismál á Norðurlöndunum og höfðu sérstakan áhuga á að kynna sér réttindamál fanga og fullnustuúrræði. Skipst var á skoðunum um ýmis atriði er varða fullnustu refsinga og starfsemi fangelsa.

 

 

 

 

Heimsoknargestir_a_Litla-Hrauni_asamt_Margreti_og_Joni á Litla-Hrauni

 

 

 

 

Fjöldi fanga í fangelsum pr. 100.000 íbúa í Japan var 63 í lok árs 2006 og á Norðurlöndunum sem hér segir:

 

 

 

 

 

Ísland (pr.dag´08)

Danmörk(4.9.´08)

Finnland(1.1.´08)

Noregur(1.8.´08)

Svíþjóð(1.10.´07)

Japan(31.12.´06)

42

63

64

69

74

63



Senda grein