Morgunverðarfundur um málefni fanga verður haldinn 17. nóvember 2006 kl. 08:00 - 10:00
Morgunverðarfundur verður haldinn á Grand Hóteli, Reykjavík, 17. nóvember næstkomandi kl. 08-10. Fundarefnið er: Aðstandendur og börn fanga.
Fundurinn er haldinn fyrir tilstilli samráðsnefndar varðandi málefni fanga. Í nefndinni sitja fulltrúar frá: Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi, Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Fangelsismálastofnun ríkisins, velferðarsviði Reykjavíkurborgar, þjónustumiðstöð Breiðholts, Landlæknisembættinu, Rauða krossi Íslands, Lögreglunni í Reykjavík, Fangavarðafélaginu, fangapresti, Samhjálp og Vernd. Sjá nánar.