
Jólahátíðin var með hefðbundnu sniði í fangelsum ríkisins. Margir leggja hönd á plóg til að létta föngum lundina yfir hátíðina og má þar m.a. nefna Félagasamtökin Vernd sem um árabil hafa sent föngum jólagjafir og Bubba sem hefur haldið tónleika á Litla-Hrauni frá árinu 1981.
Fangelsismálastofnun og áfangaheimilið EKRON undirrituðu í dag samkomulag um vistun afplánunarfanga á áfangaheimili EKRON. EKRON er sértæk einstaklingsmiðuð atvinnutengd starfsþjálfun og endurhæfing fyrir einstaklinga með skerta vinnufærni sökum afleiðinga af áfengis- og vímuefnasýki. Hjá EKRON starfa félagsráðgjafar, áfengis- og vímuefnaráðgjafar, fjármálaráðgjafar, iðjuþjálfar, sálfræðingar og félagsfræðingar.
Laugardaginn 25. október fór stjórn fangahjálparinnar Verndar í heimsókn á Litla-Hraun. Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður, tók á móti stjórninni og sagði frá fangelsinu. Þá fór hún með stjórninni um fangelsið, vinnustaði og skólann. Einnig var farið inn á tvær deildir. Stjórnarmenn ræddu við nokkra fanga og áttu síðan formlegan fund með stjórn Afstöðu, félagi fanga.
Nemendur í afbrotafræði II við lagadeild Háskólans í Reykjavík heimsóttu nýverið Fangelsið Kvíabryggju. Kvíabryggja sker sig úr öðrum fangelsum á Íslandi að því leyti að þar eru hvorki rimlar fyrir gluggum og svæðið er ekki öðru vísi girt af en eins og venjulegt sveitabýli. Geirmundur Vilhjálmsson forstöðumaður tók vel á móti nemendum, sýndi þeim vistarverur og aðbúnað fanganna tuttugu sem þarna afplána dóma sína og ræddi vítt og breytt um inntak fangelsisrefsingar og fangasamfélagið. Markmið heimsóknar af þessu tagi er fyrst og fremst að opna augu nemenda fyrir þeim raunveruleika sem blasir við þeim sem dæmdir eru til refsivistar og þær aðstæður sem fangar búa við.
Lesa meira
Háskólinn í Reykjavík hefur nýlega gert samning
við sex opinberar stofnanir og embætti, þar á meðal Fangelsismálastofnun, í því skyni að auka framboð á starfsnámi meistaranema í lögfræði.
Lesa meiraFangelsið Litla-Hrauni hefur hafið framleiðslu á tréborðum með áföstum bekkjum sem hægt er að hafa úti. Jafnframt er hafin framleiðsla á myllu, leiktæki úr tré, sem m.a. er hægt að hafa á útivistarsvæði leikskóla og grunnskóla.
Sjá nánar: sýnishorn til hægri hér á síðunni.
Lesa meira
Út er komin skýrsla fangelsismálastofnana á Norðurlöndunum: Nordisk statistikk for kriminalomsorgen i Danmark, Finland, Island, Norge og Sverige 2002 – 2006. Þetta er í annað skipti sem Ísland tekur þátt í samvinnuverkefni þessu.
Í gær bættist ein deild til viðbótar í Fangelsinu Litla-Hrauni þar sem fangar elda sjálfir og eru þær orðnar þrjár. Stefnt er að því að fjórða deildin bætist við í haust.
Fundur um samvinnu Almannavarna og fangelsisyfirvalda vegna jarðskjálftans 29. maí 2008 var haldinn á Litla-Hrauni sl. miðvikudag. Jafnframt var í gær haldinn fundur með aðstoðarmönnum dóms- og menntamála um ýmis málefni m.a. afleiðingar jarðskjálftans, menntunarmál fanga, stöðu geðsjúkra sakhæfra fanga o.fl.
Fjárlaganefnd Alþingis heimsótti Fangelsið Litla-Hraun í dag. Forstjóri Fangelsismála-stofnunar, Páll E. Winkel og forstöðumaður Fangelsisins Litla-Hrauni, Margrét Frímanns-dóttir, funduðu með nefndarmönnum og sýndu þeim fangelsið. i
Nemendur Fangavarðaskólans luku prófum 7. maí síðastliðinn og voru útskrifaðir úr grunnnámi eða fyrri önn skólans föstudaginn 9. maí síðastliðinn. Skólinn var starfræktur á grundvelli reglugerðar um menntun fangavarða nr. 347/2007.
Lesa meira