
Skólahald á Litla-Hraun og Bitru/Sogni var með hefðbundnum hætti skólaárið 2011 - 2012. Sjá skýrslu kennslustjóra á Litla-Hrauni og Sogni, Ingis Ingasonar.
ARKÍS arkitektar hlutu fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni um byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði. Dómnefnd kynnti þær tillögur sem bárust í samkeppnina við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Dómnefnd skipuðu Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður og sérfræðingur í innanríkis-ráðuneytinu, Páll E. Winkel, fangelsismálastjóri, skipaður af ráðherra, Pétur Örn Björnsson, arkitekt, skipaður af ráðherra og tilnefndur af hálfu Arkitektafélags Íslands, Gylfi Guðjónsson og Hildur Gunnarsdóttir arkitektar.
Alls bárust átján tillögur, þar af tíu erlendis frá.
Fangelsið Sogni var formlega tekið í notkun 1. júní sl. Fangelsið er skilgreint sem opið fangelsi og leysir af hólmi Fangelsið Bitru sem tekið var í notkun í maí 2010. Forstöðumaður fangelsisins er Margrét Frímannsdóttir, sem jafnframt er forstöðumaður á Litla-Hrauni. Í fangelsinu starfa 8 fangaverðir undir daglegri stjórn Einars Vals Oddssonar, varðstjóra.
Lesa meira