
Stefán P. Eggertsson verkfræðingur og verkefnastjóri fyrir uppbyggingu fangelsanna skilaði skýrslu um frumathugun fyrir Fangelsið Litla-Hraun.
Framkvæmdum við stækkun Fangelsisins Kvíabryggju og nýbyggingu Fangelsisins Akureyri miðar vel. Þá er vinna við þarfagreiningu fyrir nýtt fangelsi á höfuðborgarsvæðinu í fullum gangi og ennfremur undirbúningsvinna vegna fyrirhugaðrar enduruppbyggingar Fangelsisins Litla-Hrauni.