Fyrstu fangar hefja afplánun á Hólmsheiði
Í dag hefst formlegur fangelsisrekstur í nýju fangelsi á Hólmsheiði þegar kvennadeild fangelsisins verður tekin í notkun. Verða þá þær konur sem afplána þurfa í lokuðu fangelsi fluttar í nýja fangelsið.
Í fangelsinu eru 56 fangapláss. Til að byrja með verður aðeins kvennadeild tekin í notkun en á næstu dögum mun Fangelsismálastofnun hefja boðun dómþola til afplánunar í nýja fangelsið og taka fleiri deildir í notkun. Að lokum mun gæsluvarðhaldseinangrun flutt úr Fangelsinu Litla-Hrauni í nýja fangelsið. Gert er ráð fyrir að það verði gert í upphafi næsta árs.
Fangelsismálastofnun bindur miklar vonir við að starfsmönnum og vistmönnum í nýju fangelsi líði vel á nýjum stað. Við hönnun fangelsisins var öryggi fanga og starfsmanna haft að leiðarljósi ásamt því að leggja áherslu á mannúðlega afplánun fanga. Rúmlega 50 ára sögu byggingasögu fangelsis í Reykjavík er nú lokið.