
Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Innanríkisráðuneytisins býður til opinnar hönnunarsamkeppni (framkvæmdasamkeppni) um byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði í Reykjavík.
Um er að ræða nýtt gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi með deild fyrir kvenfanga, aðstöðu fyrir afplánun skemmri fangelsisrefsinga og vararefsinga á Hólmsheiði í Reykjavík. Fangelsisbyggingin verður með 56 fangarýmum og u.þ.b. 3.700 m2 að stærð. Sjá nánari upplýsingar á vef Ríkiskaupa.
Lesa meiraÖgmundur Jónasson innanríkisráðherra og Logi Már Einarsson, formaður Arkitektafélags Íslands, undirrituðu í dag samning um útfærslu hönnunarsamkeppni um byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði í Reykjavík. Samkeppnin verður auglýst á erópska efnahagssvæðinu og verður með þeim hætti að þeir sem uppfylla hæfisskilyrði geta tekið þátt. Samkeppnisgögn verða afhent frá 9. janúar nk. og er gert ráð fyrir að niðurstaða dómnefndar, sem skipuð var vegna samkeppninnar, liggi fyrir í byrjun sumars. Þá taka við samningar við hönnunarteymið sem verður fyrir valinu og er stefnt að því að framkvæmdir við nýtt fangelsi geti hafist í lok þessa árs. Sjá nánar.