
Útskrift nemenda í Fangavarðaskólanum 2014 fór fram 19. desember sl. Ellefu nemendur voru útskrifaðir, átta karlar og þrjár konur.
Aðalskrifstofa Fangelsismálastofnunar í Borgartúni 7, Reykjavík, er lokuð á aðfangadag og gamlársdag. Þá er aðalskrifstofan einnig lokuð föstudaginn 2. janúar 2015.
Enn eitt aðsóknarmetið að menntun í fangelsum var slegið á skólaárinu 2013-2014. Alls innrituðust í nám á Litla-Hrauni og Sogni 68 nemendur á haustönn 2013. Þar af voru fjórir í háskólanámi, en hinir 64 voru skráðir í nám á vegum Fjölbrautaskólans á Selfossi (FSu). Á vorönn 2014 voru samtals 70 nemendur innritaðir í nám; fjórir í háskólanám, 65 í nám á vegum FSu og einn í nám á vegum Menntaskólans í Kópavogi (MK).
Í Fangelsinu Akureyri stunduðu 9 nemendur lengra eða skemmra nám (fjarnám) á síðastliðnu skólaári. Í Fangelsinu Kópavogsbraut 17 stunduðu 12 nemendur eitthvert nám á sama tímabili, annað hvort í kennslutímum hjá kennurum MK sem koma í fangelsið til að kenna eða í fjarnámi. Í Fangelsinu Kvíabryggju stunduðu 28 nemendur nám á síðastliðnu skólaári og þar eins og annars staðar eru nemendur að innrita sig allt skólaárið og eru mislengi í námi.
Lesa meiraRekstur Fangelsisins Sogni hófst 18. apríl 2012 þegar opið úrræði á vegum Fangelsismálastofnunar var flutt frá Fangelsinu Bitru í Flóahreppi að Sogni í Ölfusi en fyrr um veturinn hafði Réttargeðdeildin sem var staðsett á Sogni verið flutt til Reykjavíkur. Fangelsið Sogni var svo vígt formlega 1. júní 2012.
Lesa meira