Fréttir

Liðsmenn Hróksins heimsóttu Litla-Hraun á föstudaginn langa

17.4.2006

Páskamót Frelsingjans sem fram fór á Litla-Hrauni tókst vel. Meðal gesta á vegum Hróksins voru góðir gestir og má þar nefna Björgvin G. Sigurðsson, þingmann Samfylkingarinnar.
Tólf manns mættu til leiks og milli umferða spjölluðu liðsmenn Frelsingjans á Litla-Hrauni við Björgvin um daginn og veginn. Að mótinu loknu var veittur veglegur bikar úr smiðju Árna Höskuldssonar, hirðgullsmiðs Hróksins, og þrír efstu fengu verðlaunapeninga. Allir þátttakendur voru síðan leystir út sælir og glaðir með páskaeggi.


Senda grein