Innanríkisráðherra heimsótti Fangelsismálastofnun og Litla-Hraun í dag
Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, heimsótti í dag Fangelsismálastofnun og Fangelsið Litla-Hrauni, ásamt Ragnhildi Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra, aðstoðarmönnum sínum o.fl. Páll E. Winkel, forstjóri stofnunarinnar, tók á móti gestunum ásamt samstarfsmönnum sínum og skýrði frá starfsemi stofnunarinnar og því sem framundan er. Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Fangelsisins Litla-Hrauni, sýndi þeim fangelsið og lýsti starfseminni á Litla-Hrauni þegar gesti bar þar að garði. Sjá nánar.