
Aðventustundin á Litla-Hrauni 14. desember s.l. var afar vel sótt. Að vanda komu góðir gestir og flestir þeirra hafa sungið á aðventustundum undanfarin ár. Jónas Þórir Þórisson, organisti og píanisti, lék af fingrum fram af alkunnri snilld. Páll Rósinkranz hreif fangana með fögrum söng. Þá vakti kraftmikill söngur Önnu Sigríðar Helgadóttur og félaga mikla athygli. Kórinn söng undir stjórn sr. Gunnars Björnssonar og var fagnað innilega. Fangaprestur flutti hugleiðingu og fór með bæn.